Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Íslensk leikrit eru oft og tíðum svört, þungbúin og lík veðurofsanum og svartnættinu sem Íslendingar þurfa að búa við. Svartnættið krist- allast líka í samskiptum persónanna sem eru oft og tíðum ofsafengin og fjölskylduböndin eru oft mjög brotakennd. En allt þetta er gert með húmor og oft og tíðum mikilli ljóðrænu,“ segir Ragnheiður Ásgeirsdóttir þegar hún er beð- in að lýsa því hvort einhver ákveðinn tónn einkenni íslenska nútímaleikritun. Ragnheiður er skipuleggjandi íslenskrar leiklestrarhátíðar sem fram fer í París á skírdag og föstu- daginn langa undir yfirskriftinni Islande, terre de théâtre eða Leik- húslandið Ísland. „Leiklestrarnir fara fram í einu af helstu leikhúsum Parísarborgar, Theatre 13/Seine, sem rekið er af Parísarborg og er mjög vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Þar verða alls sex íslensk nútíma- leikrit eftir jafnmarga höfunda leik- lesin á frönsku undir stjórn franskra leikstjóra,“ segir Ragnheiður og reiknar með húsfylli báða daga, en leikhúsið tekur rúmlega 200 manns í sæti. Eiga skilið að rata víðar Verkin sem lesin verða eru Vitleys- ingarnir eftir Ólaf Hauk Símonarson, Djúpið eftir Jón Atla Jónasson, Norður eftir Hrafnhildi Hagalín, Svartur hundur prestsins eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Hystory eftir Krist- ínu Eiríksdóttur og Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson. „Í öllum tilvikum nema með leikrit Ólafs Hauks er um nýjar þýðingar að ræða. Ég valdi þessi verk sökum þess að mér finnst þau góð og eiga skilið að rata víðar,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort hún hafi séð þau öll á sviði hér- lendis svarar hún því neitandi og tek- ur fram að Norður og Kartöfluæt- urnar séu einu verkin sem hún hafi séð á sviði. „Alls taka 37 franskir leikhús- listamenn þátt í flutningnum og höf- undarnir sex verða allir viðstaddir. Ég ákvað að hafa einn leikstjóra á verk og eru þeir allir ungir nema einn,“ segir Ragnheiður og tekur fram að fjöldi þeirra leikhúslista- manna sem þátt taka helgist af því að hver leikstjóri hafði frjálsar hendur um val á samstarfsfólki. „Ungu leik- stjórarnir eru allir með eigin leik- hópa sem þeir eru vanir að vinna með. Það varð til þess að hver og einn leikari leikur aðeins eitt hlutverk á hátíðinni, með einni undantekningu en það er dóttir mín, Andrea El Azan, sem útskrifaðist í fyrra úr ríkisleik- listarskólanum í París og hefur haft nóg að gera síðan,“ segir Ragnheiður og tekur fram að það sé mikill fengur fyrir ungt leiklistarfólk að fá tæki- færi til að vinna í Theatre 13/Seine. Frumkvæðið og öll yfirstjórn há- tíðarinnar er í höndum Ragnheiðar sem búið hefur í París í fjóra áratugi. „Ég fór hingað til náms á sínum tíma og útskrifaðist sem leikhúsfræðingur frá Sorbonne-háskóla 1985,“ rifjar Ragnheiður upp þegar hún er spurð um bakgrunn sinn, en hún hefur á umliðnum áratugum sinnt marghátt- uðu kynningar- og útbreiðslustarfi í þágu íslenskra leikskálda og leikrit- unar á franskri grundu. Sem dæmi stóð hún fyrir sambærilegum leik- lestrarhátíðum í París og Brussel ár- ið 2004 þar sem meðal annars var kynnt leikritið And Björk of course... eftir Þorvald heitinn Þorsteinsson sem í framhaldinu var sett upp í Brussel við góðar viðtökur og Hæg- an, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín sem í framhaldinu var sett upp í Suður-Frakklandi. „Eftir að ég setti upp Galdra-Loft 1987 í París var ætlunin mín að flytja heim, en þá kynntist ég manninum mínum,“ segir Ragnheiður sem til fjölda ára var gift leikstjóranum og þýðandanum Nabil El Azan. „Um tíma vann ég sem aðstoðarleikstjóri hjá Comédie-Française áður en ég fór að eignast börn,“ segir Ragnheið- ur sem fór þegar börnin eltust í aukn- um mæli að huga að þýðingum íslenskra verka á frönsku. „Það var vinna sem ég gat auðveldlega unnið heima, sem hentaði mér vel. Mark- mið mitt var að finna leikrit sem gaman væri að láta Frakka upp- götva,“ segir Ragnheiður sem hefur haft frumkvæði að þýðingum á alls 21 íslenskum leikriti eftir 11 höfunda á frönsku. Þar af hefur hún þýtt 16 verk sjálf í samvinnu við franskan þýðanda og fengið þýðanda að fimm öðrum, en þýðendurnir eru Nabil El Azan, Catherine Eyjólfsson, Gérard Lemarquis, Etienne Marest og Claire Béchet. Sex þessara verka hafa í kjölfarið verið sett á svið, enn fleiri leiklesin og eitt, Fjalla- Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson, gefið út á bók 2002. Starfið unnið í hjáverkum „Ég hef unnið þýðingarnar í hjá- verkum, enda þýðingastarfið ekki vel borgað – að ég tali nú ekki um leik- ritaþýðingar sem í fæstum tilvikum rata í útgáfu í formi bókar,“ segir Ragnheiður og bendir á að leikrita- þýðingar falli sem dæmi ekki vel að styrkjakerfi Bókmenntakynning- arsjóðs, þó sjóðurinn hafi stutt leik- lestrarhátíðina þetta árið. Sem lið í kynningarstarfi í þágu íslenskrar leikritunar hefur Ragn- heiður komið upp vefnum theatre- islandais.fr þar sem fjallað er um öll þau leikrit og höfunda sem þýdd hafa verið á frönsku undanfarin 30 ár fyrir hennar tilstilli. „Þessi vefur virkar dálítið eins og bókaútgáfa. Það er erf- itt að gefa út leikrit vegna þess að kaupendurnir eru aðallega ungt leik- húslistafólk sem á lítinn pening. Þeir sem eru áhugasamir geta haft beint samband við mig í gegnum vefinn og nálgast leikritin í rafrænu formi,“ segir Ragnheiður. Þess má að lokum geta að meðan á hátíðinni stendur verður sýning á verkum Halldórs Ásgeirssonar í and- dyri leikhússins Theatre 13/Seine. Þungbúin með miklum húmor  Íslensk leikrit leiklesin á hátíð í París í dymbilvikunni  37 franskir leikhúslistamenn koma að há- tíðinni  Skipuleggjandinn hefur haft frumkvæði að þýðingu 21 íslensks leikrits síðustu þrjá áratugi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunblaðið/Hari Leikskáldin Í efri röð frá vinstri eru Auður Ava Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hagalín og Jón Atli Jónasson. Í neðri röð frá vinstri eru Kristín Eiríksdóttir, Ólafur Haukur Símonarson og Tyrfingur Tyrfingsson. Öll mæta þau til Parísar. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Eggert Ragnheiður Ásgeirsdóttir „Frumkvæði og framtak Ragnheið- ar er bæði einstakt og þakkar- vert,“ segir Hrafnhildur Hagalín leikskáld. Leikrit hennar Norður verður leiklesið í París í dymbil- viku, en fyrir 15 árum var leikrit hennar, Hægan, Elektra, leiklesið í Frakklandi á leiklestrarhátíð sem Ragnheiður Ásgeirsdóttir stóð fyr- ir. „Í framhaldinu á leiklestrinum á Hægan, Elektra var verkið sett upp í Suður-Frakklandi af mjög framsæknu og flottu leikhúsi,“ segir Hrafnhildur og tekur fram að það skipti ótrúlega miklu máli að íslensk leikrit séu kynnt með þessum hætti erlendis. „Íslenskt málsvæði er ekki stórt og tækifærin því ekki mörg. Það er því afar þakkarvert þegar einangrun íslenskra leikskálda er rofin með þessum hætti,“ segir Hrafnhildur og bendir á að Ragn- heiður hafi haft frumkvæði að því að fjöldi íslenska leikrita sé þýdd- ur á frönsku. „Það gefur mögu- leika á frekari kynningu og jafnvel uppfærslum,“ segir Hrafnhildur sem starfar sem listrænn ráðu- nautur Borgarleikhússins og hefur á þeim vettvangi reynt að efla tengslanet íslensks leikhúss og leikskálda. „Við erum komin í samstarf við samtök sem samanstanda af fulltrúum nokkurra Evrópulanda sem hafa það að markmiði að kynna ný leikrit milli landa,“ segir Hrafnhildur og tekur fram að ósk- andi væri að meira fjármagni væri varið til að þýða íslensk leikrit til kynningar erlendis, sambærilegt og gert sé með bækur. Aðspurð segir Hrafnhildur oft horft til hins enskumælandi heims í verkefnavali evrópskra leikhúsa sem helgist að hluta af því hversu útbreidd enskan er. „Auðvitað hafa þau verk sem eru á tungu- máli sem fleiri skilja ákveðna for- gjöf. Það eru tiltölulega fá verk á öðrum tungumálum sem ná í gegn í Evrópu,“ segir Hrafnhildur og tekur fram að fyrrnefnt samstarf auki vonandi fjölbreytnina. Þakkarvert framtak STYRKJA ÆTTI ÞÝÐINGAR LEIKRITA TIL KYNNINGAR ERLENDIS Á ferðalagi Guðrún S. Gísladóttir og Sigurður Skúlason í frumuppfærslunni á Norður sem Þjóðleikhúsið sýndi 2004. Morgunblaðið/Árni Torfason VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.