Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Alþingi var í liðinni viku, einsog jafnan, önnum kafið við að stimpla reglur Evrópusambands- ins. Ein þeirra fjallar um skrán- ingu raunverulegra eigenda lög- aðila og í máli ráðherra kom fram að megin- markmið með lagasetningunni væri „að tryggja að ávallt séu til réttar og áreið- anlegar upplýs- ingar um raun- verulega eigendur svo unnt sé að greina og koma í veg fyrir pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðju- verka“.    Nú er vitaskuld mikilvægt aðhindra eins og kostur er starfsemi svikahrappa og hryðju- verkamanna og vonandi nást þau markmið fram með fyrirhugaðri lagasetningu. Það gleymist þó æði oft þegar rætt er um raunveru- lega eigendur að önnur hlið efna- hagsreiknings fyrirtækja er ekki aðeins samansett af eigin fé held- ur einnig skuldum. Og skuldir vega gjarnan þyngra en eigið féð.    Dæmi um þetta má sjá í sam-bærilegum reglum sem settar hafa verið um raunverulegt eignarhald fjölmiðla og eru ætt- aðar úr aðlögunarvinnunni al- ræmdu frá því fyrir nokkrum ár- um. Þá voru settar reglur, og meira að segja sett á fót heil stofnun til að fylgja þeim og fleiri reglum eftir. Ætlunin var að al- menningur vissi hverjir ættu fjöl- miðla, en á meðan skuldirnar eru óþekktar er raunverulegt eignar- hald sumra þeirra það einnig.    Þingmenn líta að vísu aðeins svoá að þingið sé stimpilpúði, en þeir ættu þó að velta því fyrir sér hvort nýja frumvarpið skilar meiri árangri. Hver er raunveru- leiki eignarhalds? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í þær fimm fiðrildagildrur sem Nátt- úrufræðistofnun Íslands hefur starf- rækt síðustu ár hafa alls komið 538.096 eintök. Fiðrildi af 17 ættum hafa kom- ið í ljósgildrur vísindamanna og lang- flest þeirra eru af ætt vefara, eða rúm- lega 70%. Af einstökum tegundum hefur mest verið af barrvefurum, tígul- vefurum og grasvefurum. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Erlings Ólafssonar skordýra- fræðings um „fiðrildin fögru“ á árs- fundi Náttúrufræðistofnunar sl. föstu- dag. 24 ár eru liðin frá því að verkefnið hófst, með vöktunarstöðvum á Kví- skerjum og Tumastöðum. Mógilsá og Rauðafell bættust við 2005 og Skógar 2006. Síðan hafa vöktunarstaðir nátt- úrustofa bæst við og eru fiðrildi nú vöktuð víða um land. Vöktun ársins hefst á morgun, þriðjudag, er ljósin verða kveikt í gildrunum. aij@mbl.is 538.096 fiðrildi í ljósgildrur NÍ Ljósmynd/Erling Ólafsson Barrvefari Margir vefarar hafa lent í gildrum Náttúrufræðistofnunar.  Sautján ættir og flestar af ætt vefara Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Kópavogsbær fékk nýverið vottun á því að bærinn uppfylli lífskjara- og þjónustustaðal World Council on City Data, WCCD, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. WCCD er stofnun sem heldur ut- an um samanburðarhæfingar mæl- inga sveitarfélaga á alþjóðavísu. Í staðlinum eru 100 vísar, sem segja til um félagslegan, efnahags- legan og umhverfislegan árangur sveitarfélaga. Kópavogur fékk plat- ínuvottun fyrir að skila inn 97 vísum af 100. Í bæjarfélaginu er unnið að inn- leiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en mælingar úr fyrrnefndum staðli munu nýtast til að mæla framgang innleiðingar heimsmarkmiðanna. Kópavogsbær er einnig í samvinnu við OECD um gerð mælikvarða sem nýta má við innleiðingu heimsmark- miðanna. Um mælingarnar segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs: „Hjá Kópavogsbæ höfum við undan- farin ár unnið markvisst að því að bæta mælingar á ýmsum þáttum í starfi sveitarfélagsins. Það nýtist okkur til að fylgjast betur með ár- angri af settum stefnum og mark- miðum og gerir rekstur sveitarfé- lagsins betri.“ Nálgunin til fyrirmyndar Dr. Patricia L. McCarney, fram- kvæmdastjóri WCCD, segir framúr- skarandi að skrá 97 af 100 vísum og bendir á að óháðir vottunaraðilar hafi lofað vinnu bæjarins, nákvæmni og gagnaöflun: „Nálgun Kópavogs- bæjar ætti að vera borgum um heim allan fyrirmynd að mati vottunar- aðila,“ segir McCarney. Kópavogur fær platínuvottun  Léttir innleiðingu heimsmarkmiða Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Kópavogur Bæjarfélagið er fyrst til að uppfylla staðalinn hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.