Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.2019, Blaðsíða 18
✝ GuðlaugurIngimundarson fæddist í Hjarðar- nesi á Kjalarnesi 24. október 1940. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 2. apr- íl 2019. Foreldrar hans voru Ingimundur Bjarnason, f. 27. nóvember 1919, d. 25. ágúst 1989, og Guðrún Guðlaugsdóttir, f. 3. september 1920, d. 17. desember 2005. Þau eignuðust fjögur börn; Báru, f. 1939, d. 1992, Guð- laug, f. 1940, Ingu, f. 1945 og Guðrún, f. 1966, gift Garðari Helga Magnússyni og eru þeirra börn Bjarki Dan, f. 1990, og Sindri Dan, f. 1993. 3) Guðlaugur Ingi, f. 1977, sam- býliskona hans er Manuela Magnúsdóttir og þeirra börn eru Kári, f. 2012, og Sóley, f. 2016. Guðlaugur ólst upp í Reykjavík, fyrst við Laugaveg, síðan í Blesugróf. Guðlaugur og fjölskylda bjuggu lengst af í Birkigrund í Kópavogi en áður í Geitlandi. Síðustu árin bjó hann á Ásbraut í Kópavogi. Guðlaugur starfaði í fjölda ára hjá Kassagerð Reykjavíkur sem umbúðahönnuður og síðar hjá Söðlasmiðnum. Hann var í áratugi virkur í starfi Odd- fellowreglunnar. Útför Guðlaugs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 15. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. óskírða stúlku, f. 1945, d. sama ár. Hinn 22. nóv- ember 1963 kvæntist Guð- laugur Sigríði Þ. Sigurmundsdóttur, f. 1941. Þau slitu samvistum 1991. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Linda, f. 1964, hennar börn eru Signý, f. 1987, hennar maki er Ragnar Þór Risten og þeirra dóttir er Friðdís Eir, f. 2017, Valgerður, f. 1993, og Páll, f. 1996. Maki Lindu var Gestur Pálsson, þau skildu. 2) Elsku afi Laugi, skyndilega ertu farinn. Ég bjóst ekki við því þegar þú komst milli jóla og nýárs til að hjálpa okkur í nýju íbúðinni okkar að þú yrðir farinn svona fljótt. Þú varst glettinn maður, hafðir mjög gaman af að atast í mér þegar ég var yngri. Þóttist alltaf vera tilbúinn í slaginn. Sér- staklega eru mér minnisstæðir bolludagarnir þegar þú komst og vildir endilega að við tækjum tannstöngul fyrir hverja bollu, svo hægt væri að telja stönglana í lok- in, en mig grunar að þú hafir nú komið með aukatannstöngla með þér í vasanum fyrir allar keppnir þannig að þú stæðir alltaf uppi sem sigurvegarinn. Léttur í fasi varstu afi minn, þú sýndir mér væntumþykju þína í verki frekar en í orðum. Útsjón- arsamur, oft gafstu mér ráð löngu síðar við einhverju sem við höfð- um rætt saman um, þá varstu sjálfur búinn að íhuga lausnina. Ég gat alltaf farið til þín í létt spjall og talað um allt og ekkert. Ég gleymi aldrei seinustu stund okkar saman heima hjá þér þegar ég kom með rjómabollur og bol- luátið endaði í jafntefli. Þegar Karó kom í líf mitt tengdist þú henni strax og varst mjög ljúfur við hana. Ég man þeg- ar þú gafst henni gamla Polaroid- myndavél þegar þú fréttir að hún væri í ljósmyndanámi. Hún mun varðveita hana vel. Elsku afi, við Karó vonum að þér líði vel þar sem þú ert. Hvíl í friði. Bjarki og Karólína. Elsku afi Laugi. Takk fyrir öll yndislegu ævintýrin. Þær voru ófáar útilegurnar og veiðiferðirn- ar sem við fórum í með þér. Þú munt ferðast með okkur í hjart- anu héðan í frá. Hér fylgir sá úti- Guðlaugur Ingimundarson legusöngur sem við tengjum svo sterkt við þig. Þegar vorsólin leikur um vangann á mér, þegar veröldin fyllist af söng. Þegar gróandi um sveitirnar fagnandi fer, finnst mér gatan í bænum of þröng. Þá held ég til fjalla, og glatt er mitt geð. Gríptu stafinn þinn og malinn þinn og svefnpokann og prímusinn og tjaldið þitt og komdu bara með. (Tryggvi Þorsteinsson) Guð geymi þig. Ástarkveðja, Signý, Valgerður og Páll. HINSTA KVEÐJA Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr) Kæri afi Laugi, takk kærlega fyrir allar góðu stundirnar. Minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkar. Sindri. 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2019 ✝ Guðrún JúlíaValgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 17. desember, 1933. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 5. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Valgeir Jónsson trésmíða- meistari, f. 10.8. 1890, d. 12.7. 1950, og Dagmar Jóns- dóttir, húsfreyja og verkakona, f. 12.8. 1895, d. 7.5. 1986. Systk- ini Guðrúnar voru: Sigríður Þóra Valgeirsdóttir, f. 15.11. 1919, d. 3.9. 2011, Ingibjörg Val- geirsdóttir Ferrentino, f. 29.6. 1925, d. 16.6. 2011, og Geir Val- geirsson, f. 4.12. 1935, d. 11.8. 2010. Hún giftist Jósafat Arn- grímssyni athafnamanni, f. 12.5. 1933, d. 13.7. 2007, þann 26.12. 1953, þau voru gift í 25 ár. Börn þeirra eru: 1) Arnhildur Ásta, starfsmaður LSH og fyrrv. flug- freyja, f. 10.12. 1954, býr í Reykjavík. Fyrrv. eiginmaður hennar er Wichert Jan van Aal- derink viðskiptafræðingur, f. í Hollandi 26.4. 1963. Tvíburar Reykjavík. 4) Ómar Örn skrúð- garðyrkjumeistari, f. 22.11. 1960, kvæntur Hörpu Guð- mundsdóttur viðskiptafræðingi, f. 29.5. 1963. Sonur hennar er Andri Hjartarson, f. 29.4. 1986. Dóttir þeirra er Dagmar, f. 25.2. 1995. Þau búa í Kaupmannahöfn. Dúdú var hún kölluð frá unga aldri. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum í Reykjavík, gekk í Kvennaskólann og var nýbyrjuð í Menntaskólanum í Reykjavík þegar faðir hennar féll frá, þá var hún 17 ára og neyddist til að hætta í MR. 20 ára giftist hún og bjó í Stapakoti, Innri-Njarðvík. Þaðan var flutt á Holtsgötu 27, síðan 37, Ytri-Njarðvík. Frá 1978 til 2011 bjó hún í Keflavík, síð- ustu árin bjó hún í Reykjavík. Um 1962 hófu þau hjón versl- unarrekstur í Keflavík undir nafninu Kyndill. Hún vann aðal- lega við blómaskreytingar, 1979 stofnaði hún verslunina Blóma- stofa Guðrúnar og rak hana til ársins 2000, þegar hún fór á eft- irlaun. Dúdú var lengi í Kven- félagi Njarðvíkur, stjórn Sorop- timista í Keflavík og sóknar- nefnd Njarðvíkurkirkju. Hún var ein af hvatamönnum þess að kirkja var byggð í Ytri-Njarðvík. Einnig tók hún virkan þátt í fé- lagsstörfum Jósafats. Útför hennar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 15. apríl 2019, klukkan 13. þeirra eru Eline Júlía og Joël Rík- harður, f. 3.12. 1996. Búa í Hol- landi. 2) Valgeir Vé- steinn listamaður, f. 16.11. 1956. Hann á Guðrúnu Yeatzin, f. 4.4. 1994, og Gunn- ar, f. 20.1. 1996, með fyrri konu sinni, Citlali B. Med- ina Sanson, f. 22.7. 1965. Þau eru búsett í Mexíkó. Eiginkona hans er Yolanda Lóp- ez Corona, grafískur hönnuður, f. 21.8. 1976, börn þeirra eru: Davíð Gabriel, f. 11.3. 2000, Dag- mar Maria, f. 27.9. 2004, og Katr- ín Ísey, f. 14.2. 2014, búa í Reykjavík. 3) Ríkharður Mar nálastungulæknir, f. 23.7. 1959. Með fyrri konu sinni, Söndru J. Svavarsdóttur, f. 7.6. 1961, á hann Rúnar Bjarka, f. 16.8. 1978, sem á langömmubarn Guðrúnar, Max, f. 19.9. 2010, og Svavar Inga, f. 27.6. 1982. Ríkharður er kvæntur Judith Penrod hjúkr- unarfræðingi, f. í Bandaríkj- unum 26.6. 1966, og eiga þau Adam Emil, f. 9.8. 2002, búa í Eiginlega vildi mamma ekki að við börnin skrifuðum minningar- grein um hana. Hún kærði sig aldrei um lofsöng eða upphafn- ingu. En ég ætla að vera óþekk við hana í seinasta sinn. Ég hef verið svo lánsöm að njóta samveru hennar í 64 ár. Margt hefur á daga okkar drifið, en mamma stóð alltaf eins og klettur, bjartsýn, ráðagóð og var ötull talsmaður fyrirgefningarinn- ar. Anda og halda áfram hefði get- að verið hennar mottó. Fyrir tveimur árum flutti ég aftur til Íslands eftir 22 ára búsetu í Hollandi. Þá var aldeilis notalegt að geta búið aftur hjá mömmu, en ég var 15 ára þegar ég flutti til að fara í skóla. Við notuðum tímann vel, gátum gert upp gömul mál og horft til bjartrar framtíðar. Þau ár sem ég bjó úti komum við fjölskyldan oft í heimsókn til Íslands. Það var aldrei neitt mál að hýsa okkur og gefa okkur ömmu Dúdú-mat. Eline Júlía og Joël Rikharður nutu frásagnar- hæfileika hennar og hún var dug- leg að leiðrétta íslenskuna þeirra. En bæði eru þau sammála um að hún hafi alltaf verið svo bjartsýn. Það var alveg sama hvort við kæmum til hennar í fimm mínútur eða fimm daga, hún var alltaf þakklát. Ég læt hér staðar numið. Hjarta mitt og hugur eru full af þakklæti og góðum minningum um mína einstöku móður. Arnhildur Á. Jósafatsdóttir. Mig langar að segja nokkur orð um tengdamóður mína Dúdú. Ég sat í húsinu þínu í dag og það var svo rólegt. Venjulega var útvarpið í gangi inni í svefnherberginu á Rás 1 og sjónvarpið í hinu her- berginu. Ég bjóst hálfpartinn við því að þú kíktir út úr næsta herbergi og segðir: Viltu ekki kaffi? Ég veit að þér hefur ekki liðið vel í langan tíma en þú vildir aldrei kvarta eða trufla neinn. Ég veit að þú vissir að tíminn væri naumur og þú hefur verið að undirbúa að setja allt í röð og reglu sl. ár. Ég mun sakna þín. Ég mun sakna karakters þíns, sagnanna þinna og vináttu þinnar. Þakka þér fyrir að hafa fært Rikka skóna sína á sínum tíma og að hafa hvatt hann til að vera kyrr, fyrir það er ég að eilífu þakklát. Þakka þér fyrir allt kaffið og vináttu þína. Þú varst einstök manneskja og snertir svo marga og gleymist aldrei. Fjölskylda þín var þitt stolt og þú varst ávallt reiðubúin að gera allt fyrir okkur án þess að hugsa þig tvisvar um. Eina sem við þurftum að gera var að hringja og þú varst lögð af stað, þú varst aldrei upptekin. Ég er svo glöð að þú bjóst svo nærri okkur að þú gast fylgst með okk- ur. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar, tímann og ástina sem þú gafst okkur öllum. Góða ferð, hagaðu þér skikkanlega þarna uppi og njóttu verðskuld- aðrar hvíldar. Ég elska þig, Judith Ann Penrod. Guðrún Júlía Valgeirsdóttir var bjartsýn. Hún lést 5. apríl 2019. Viku áður höfðum við þrjú spjallað símleiðis við hana. Í lok samtalsins bað hún mig: „Sendu nú smá sól til Íslands, við þurfum á henni að halda.“ Þegar við fyrst hittumst, vetur- inn 1995, þá rak hún Blómastof- una í Keflavík og seldi þar m.a. blóm frá Hollandi. Hún gaf sér alltaf tíma í gott spjall við þá sem þurftu þess með. Átti Dúdú margar hamingju- stundir í lífinu, en einnig mörg áföll. Hún talaði um liðna tíð, en var fyrst og fremst upptekin af dags- daglegum hlutum og var alltaf for- vitin og spennt fyrir framtíðinni. Fjölskyldan var henni mjög mikilvæg. Amma Dúdú dáði barnabörnin. Eline Júlía og Joel Ríkharður nutu góðra stunda með henni. Hún sagði þeim af reynsu sinni og hugmyndum til að gefa þeim gott veganesti. Guðrún hélt mikið upp á bókmenntir og heim- speki. Í dag, viku eftir að hún hóf ferð sína til himins, er ég í Reykjavík í miklu roki. Ég heyrði djasslag í útvarpinu: How deep is the Ocean? með Bill Evans-tríói, svona lag sem ég hefði getað heyrt heima hjá henni. Hún var alltaf með kveikt á útvarpinu, þannig að mismunandi tónlist barst okkur til eyrna. Ég sá mig fyrir mér sitj- andi með henni að hlusta á þetta lag og síðan að velta spurningunni fyrir okkur, vitandi að hennar svar yrði alltaf það jákvæðasta sem nokkur gæti fundið. Takk Dúdú. Wichert Jan van Aalderink, Hollandi. Móðursystir mín Guðrún Júlía Valgeirsdóttir (Dúdú) varð bráð- kvödd hinn 5 apríl sl. Hún var seinust sinna systkina að kveðja okkur sem eftir ganga, en allt frá mínum fyrstu minningum hefur Dúdú verið einn af hornsteinum stórfjölskyldunnar og mikil eft- irsjá að henni. Til huggunar er að ég átti við hana hlýlegt og gott samtal fyrir nokkrum vikum en það var alltaf ánægjulegt að eiga með henni samræður um heimsins málefni. Hún bjó yfir mikilli lífs- reynslu eftir langt ævistarf frá búðarrekstri og hafsjó af visku sem hún deildi og gat leitt yfir í langar samræðustundir. Seinustu árin bjó Dúdú við Flétturima í Grafarvogi og var þar miðsvæðis þriggja barna sinna, sem ásamt fjölskyldum sínum voru ötul við að aðstoða hana sein- ustu árin þegar svo bar undir. Annars var Dúdú jafn viðkunnan- leg og skörp í hugsun alla sína tíð. Hún hélt fallegt heimili og var op- in fyrir heimsóknum, nokkuð sem ég reyndi að nýta mér en það var alltaf jafn ánægjulegt að koma til hennar. Þær systurnar Dúdú og Sigríð- ur áttu ásamt móður sinni það sameiginlegt að vera afburða and- lega sterkar konur, sem erfiðleik- ar lífsins virtust ekki bíta mikið á. Þessar þrjár konur ásamt Geir bróður þeirra systra mótuðu grunnstoðir stórfjölskyldunnar á mínum uppeldisárum. Ég kveð því Dúdú með söknuði og hlýjum hugsunum frá þeim ár- um sem ég fékk að njóta í hennar samvist. Af sínum fjögurra systkina hópi var þó eitt sem Dúdú virtist eiga mikið af en það var ræktun vinátt- unnar og tengslabönd við sína ættingja og vini. Öll árin sem hún bjó í Innri- og Ytri-Njarðvík og seinna í Keflavík var hún ötul við að heimsækja og taka á móti vin- um og ættingjum svo ekki sé minnst á öll símtölin. Það var engu líkara en hún byggi yfir æðri skilningi á merkingu orðsins „traust“ og þegar kom að fjöl- skyldu og ættingjum voru kær- leiksböndin traustlega bundinn og órjúfanleg. Nokkuð sem við kyn- slóðirnar, sem á eftir koma, getum tekið til fyrirmyndar. Þegar ég hugsa aftur til þess tíma þegar Dúdú og hennar fjölskylda bjó í Ytri-Njarðvík kemur upp hafsjór af ánægjulegum minningum og þakklæti fyrir að fá að kynnast börnum hennar en við áttum oft ánægjulegar stundir saman á þessum árum. Einnig eru mér minnisstæðar skemmtilegar stundir ásamt Jósafat föður þeirra en hann var alltaf tilbúinn að gera heimsóknir okkar krakkanna ánægjulegar og var örlátur þann- ig að við gátum stytt okkur stund- ir í leik og gleði. Ég sendi börnum Dúdúar, þeim Ástu, Valgeiri, Ríkharði og Ómari, innilegar samúðarkveðjur. Ingólfur Hjörleifsson. Sérhver ævi rennur sitt skeið. Við leiðarlok er ljúft að minnast Guðrúnar vinkonu foreldra okkar og okkar systra. Dúdú var falleg kona, fjörleg í fasi, hreinskiptin og harðdugleg. Hún hafði næmt fegurðarskyn og heillandi verkvit. Allar fengum við systur notið leiðsagnar hennar til vinnu í verslunum hennar. Dúdú hafði eðlislæga sam- kennd með samferðafólki sínu. Virðingu sýndi hún viðskiptavin- um sínum og velferð fjölskyldunn- ar, vina og vandamanna vó þyngst á hennar vogarskál. Hún stóð keik í stafni og tók lífsins storma í fangið af reisn sem alla tíð vakti aðdáun okkar systra. Heillandi brosið, þétta faðmlag- ið, asaganginn og allar ljúfu minn- ingarnar geymum við með okkur. Síðustu geislar sólar í vestur horfnir Fyrstu geislar í austri endurbornir (Gunnar Dal) Með virðingu og væntumþykju vottum við Ástu, Valgeiri, Rík- harði, Ómari og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Auður, Hildur, Björg og Rósa. Guðrún Júlía Valgeirsdóttir HINSTA KVEÐJA Hún Dúdú var ein af merkilegustu manneskjun- um í lífi mínu. Hún var allt- af til staðar og hún reyndi alltaf að hjálpa ef hún gat. Hún var búin að hjálpa mér mjög mikið í gegnum líf mitt og hennar verður sárt saknað. Adam Emil Ríkharðsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HALLDÓR AÐALSTEINSSON, Depluhólum 3, Reykjavík, lést sunnudaginn 7. apríl á hjúkrunarheimilinu Eir. Að ósk hins látna mun útförin fara fram í kyrrþey. Sveinn Ingi Halldórsson Gunnur Gunnarsdóttir Friðrik A. Halldórsson Hjálmfríður Bjarnadóttir Guðmundur J. Halldórsson Helga Sóley Halldórsdóttir Ólafur Ólafsson Guðrún Fjóla Halldórsdóttir Pétur Pálsson Tómas Halldórsson Catherine Halldórsson Ester Halldórsdóttir Magnús Örn Stefánsson Kolbrún S. Halldórsdóttir Benjamín Friðriksson Halldór Antonsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÓFEIGUR GESTSSON, Smáraflöt 16, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 2. apríl. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15. apríl klukkan 13. Svanborg Þórdís Frostadóttir Björn Ófeigsson Mjöll Jónsdóttir Jón Gestur Ófeigsson Lilja G. Guðmundsdóttir Gunnar Þór Ófeigsson Kelly O´Donnell Vala Kristín Ófeigsdóttir Helgi H. Traustason Katla Kristín Ófeigsdóttir Sigrún Hannesdóttir Snorri Snorrason Valdís B. Hálfdánardóttir Rúnar Þór Númason Frosti Bjarnason Juliana Dos Santos Aron Bjarnason og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.