Fréttablaðið - 01.06.2019, Síða 36

Fréttablaðið - 01.06.2019, Síða 36
og finn mínar jurtir. Þar vaxa þær villt úti um allt við grindverk og garða. Munið að þrífa jurtirnar vel í ísvatni fyrir notkun. 50 grömm repjuolía (til að steikja) 3 greinar af blóðbergi 3 miðlungs skalottulaukar (skornir í grófar sneiðar) 5 hvítlauksgeirar (saxaðir gróflega) Börkur af einni sítrónu (geymið sítrónuna til að bragðbæta súpuna í lokin) 1 stykki af fennel (skorinn í helminga og síðan í sneiðar) 100 g af íslenskum rabarbara (skorinn með hýðinu í sneiðar) 1,2 kg stór kræklingur 6 grömm af hvannarblöðum 6 grömm af villtum kerfli 6 grömm af skessujurt 350 grömm af sætu hvítvíni 200 grömm af vatni 50 grömm af smjöri Kræklingurinn er skolaður vand- lega í skál þrisvar til fjórum sinnum í nýju vatni í hvert skipti, þetta er gert til að ná sandinum af skeljun- um svo hann blandist ekki í súpuna. Mikilvægt er að skoða skeljarnar vel og taka frá þær sem eru opnar, því þær eru oft á tíðum dauðar og ekki ætar. Sumar hverjar eru opnar en enn lifandi og gott er að prófa að loka þeim með fingrunum til að sjá hvort einhver hreyfing verði á dýrinu og hvort þær þá loki sér sjálfar þegar það er búið að vekja þær. Hitið olíuna í miðlungs stórum potti og svitið við miðlungs hita blóðberg, skalottulauk, hvítlauk, sítrónubörk og fennel, þar til græn- metið er orðið mjúkt og sætan keim leggur af þeim. Bætið því næst rabarbaranum út í og skrúfið upp hitann á pottinum á hæsta stig. Um leið og potturinn er orðinn heitur og farið að snarka í grænmetinu, bætið kræklingnum út í og hrærið vel í með trésleif, í um það bil eina mínútu svo að hitinn dreifist jafnt yfir skeljarnar og allt gómsæta grænmetið deilist jafnt á milli. Því næst er víninu og vatninu hellt yfir og smjörinu bætt út í á meðan haldið er áfram að hræra í um það bil eina mínútu áður en skrúfað er niður á meðalhita og lok sett á (ef lok er ekki fyrir hendi er gott að nota álpappír í staðinn). Hristið upp í pottinum í tvær til þrjár mínútur og athugið reglulega hvernig um er að litast í herleg- heitunum því þegar kræklingurinn er eldaður opna skeljarnar sig sjálfar sem er merki þess að hann sé tilbúinn. Síðan er gott að veiða krækling- inn upp úr pottinum með mest öllu grænmetinu og koma fyrir í skál og sigta soðið í gegnum fínt sigti, til að komast hjá því að einhver sand- korn sitji eftir. Kryddið súpuna með sítrónusafa og ef til vill salti ef þess þarf og berið hana fram í súpu- könnu. Að lokum er hægt að skreyta kræklinginn með jurtunum sem voru tíndar og leika sér með fram- setningu diskanna þar sem þetta snýst allt saman um sköpunargleði og að þora. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með Sjómannadaginn ÞEGAR MIKIÐ EÐA LÍTIÐ LIGGUR VIÐ ER TREYST Á OKKUR kafari.isKöfunarþjónustan er á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2017 og 2018 Verki lokið og farsæll endir Frá strandi sementsflutningaskipsins Fjordvik í Helguvík í nóvember. Köfunarþjónustan kom að björgun skipsins í samstarfi við alþjóðlega björgunarfélagið Ardent Óseyrarbraut 27, 220 Hafnarfjörður | Sími 863 5699 | diving@diving.is Við höfum nú flutt í glæsilegar bækistöðvar að Óseyrarbraut 27 í Hafnarfirði Súpa á Íslandi og hvítvín í Frakklandi Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Davíð Örn Hákonarson vann lengi sem kokkur á veitinga-stöðum í Danmörku og París. Hann segir að hefðin fyrir mat- reiðslu kræklings í hverju landi fari eftir hitastigi og árstíð. „Því sunnar sem þú ferð því meira eru heitari krydd notuð og það eru notaðar öðruvísi samsetningar á krydd- tegundum.“ Davíð segir að kræklingur sé oftast borinn fram með frönskum í Frakklandi. „Á sumum stöðum er kræklingurinn borðaður kaldur. Þá er hann fyrst soðinn, síðan settur á bakka og dýft í majónes. Sjálfur er ég á þeirri skoðun að því einfaldari sem matreiðsla kræklingsins er því betri er hann. Svo lengi sem þú ert með gott hráefni í höndunum, þá finnst mér að það ætti að fá að njóta sín. Hér á Íslandi erum við með Davíð Örn Hákonarson er reyndur í kokkastarfinu og telur að Íslendingar þurfi að borða meiri krækling. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Kræklingur er víða þekktur sem lostæti og við á Íslandi erum heppin að hér í sjó er nóg af honum og kræk- lingssúpan góð. mjög góðan krækling sem bragðast vel. Ef hann er eldaður akkúrat rétt þá er hann bestur þannig, mögulega léttsoðinn í hvítvíni með hökk- uðum skalottulauk og jurtum.“ Hér á Íslandi er ekki sterk hefð fyrir því að borða krækling, en helst sé hefðin að borða hann í súpu eða beint úr skelinni. Það fer oft eftir árstíðum hvað fólk borðar, þegar það fer að kólna þá borðar fólk þyngri mat, en því heitara sem veðrið verður og því lengra sem líður á sumarið þá er maturinn kannski ferskari og léttari. Davíð vill hvetja Íslendinga til að borða meiri krækling. „Þetta er skemmtilegt hráefni og kræklingur- inn sem við erum með hér á Íslandi er til fyrirmyndar. Það að borða er ein af grunnþörfunum og þú þarft að kunna að elda fyrir sjálfan þig. Af hverju ekki að gera þennan hvers- dagslega hlut að einhverju sem er aðeins meira?” Hér fyrir neðan er gómsæt upp- skrift að kræklingi frá Davíð, með blöndu af íslenskum og erlendum hráefnum. Moules marinière með íslenskum jurtum fyrir fjóra Jurtirnar finnast á víð og dreif um Reykjavík og er kerfillinn þá einna algengastur. Sjálfur fer ég í göngutúr með hundinn minn í Vesturbæinn 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 7 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -9 5 4 4 2 3 2 4 -9 4 0 8 2 3 2 4 -9 2 C C 2 3 2 4 -9 1 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.