Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 6

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 6
36 [Hugrún] Mér er kærust mynd úr lífi meistarans frá Nazaret, þegar konan saurlífsseka sárann við hans fætur grét. Kringum stóðu böðlar byrstir; blítt og rótt var upplit hans. Jafnan flýja fólska og reiði fyrir mildi kærleikans. Ef að þannig væri varið vorri þrætugjörnu lund; ef vér lærðum mátt og mildi meistarans á þeirri stund. Ef að sérhver vildi vera vor — og bræða hjartans ís; okkar veröld innan stundar yrði himnesk paradís. Lýsir yfir austurheiðum unga dagsins geislabrim. Kuldaþokubólstrar brotna á brúnum fjalls, með þungum glym. Drifhvít mjallarfisin falla foldar til í kaldri ró. Tiginbjartar hrannir hefja hildarleik á Faxasjó. Kristmann Guðmundsson.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.