Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 48

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 48
78 [Hugrún] Dóra. Bókin sem eg er að lesa er sígilt listaverk. Höf- undurinn er dáður og öfundaður — heimsfrægur. Bókin er um konuna. Mikið skelfilegt fífl er þessi höfundur. Eg hendi hókinni út í horn og krossbölva. En getur hann að þessu gert aumingja maður- inn; — ekki þekti hann Dóru. Dóra er engill sem kom frá himnum í gær. Það var dansleikur í Giúttó, hún kom þangað inn í rauð- um kjól. Pólkið tók á móti henni eins og Gyðingar tóku á móti Kristi. „Þú ert léttúðarkvendia, sögðu augun í fólkinu. „Þú ert svikari!“ sögðu Gyðingar. Dóra hristi lokkana sína miklu og dökku. Hún ljómaði af æsku og gleði. Hálsinn var hvítur eins og mjöll; hendurnar smá- ar og kvikar, líkaminn lítill og grannvaxinn. Munnurinn eins og ofurlítill vínrauður koss. Hún var fiðrildi sem flaug í kringum logan, titrandi af þrá. Pótatak hennar nálgast. Hún kemur. Því hún er stúlkan mín. I gærkvöldi gaf hún mér sál sína; — líkaman eiga svo margir, hann visnar líka með blóm- unum. Sestu hérna hjá mér Dóra mín. Eg ætla að segja þér æfintýri.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.