Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 34

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 34
64 [Hugrun] Vísur stafkarlsins. Húmar að köldu hausti hugurinn reikar víða dagana langa, langa, leitandi sælli tíða. Má ég nú mína aðra muna, þá degi hallar. Poknar í buskann burtu bernsku vonirnar allar. Aður á köldum kvöldum kyntu þær rauða loga, reistu í hugans hæðum himneskan friðarboga. Horfði við æskuaugum útsýnin ljúf og fögur. — Nú er ég meðalmannsins minning um hálfar sögur. Kristmann Guðmundsson í næsta hefti verður meðal annars grein eftir dr. Helga Péturss.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.