Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 13

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 13
[Hugrún] 43 sem eg þekti; sagan sem það sagði var ljót; eg vildi ekki trúa henni, það var altof hræðilegt — og þó vissi eg að hún var sönn. Nú gat eg skilið hversvegna Siggi, — en það er satt — þau voru farin að vera saman aftur, hann og unnustan hans gamla, og Siggi var aftur glaður og kátur. Löngun mín, að þekkja þetta fallega barn, varð sterkari og sterkari; mig dreymdi um hana dag- drauma, — leit ekki við öðrum stúlkum, vegna hennar. Fyrsta vetrardagskvöld var heiðskýrt og bjart; jörðin hjúpuð þykku lagi af nýföllnum snjó og mána- skinið breiddi bleika blæju ofan á alt saman. Það var orðið nokkuð framorðið þegar eg hélt í áttina heim, hafði verið að reika um göturnar fram og aftur eins og gerist og gengur. Veðrið var einstaklega gott og mér fanst synd að fara strax inn; svo ákvað eg að ganga upp á hæðina fyrir ofan bæinn. Þegar eg kom á götuna sem liggur upp úr bæn- um, varð eg var við stúlku sem gekk nokkuð langt á undan mér, í sömu átt. Eg greikkaði sporið til þess að komast fram- fyrir hana, hún gekk hægt og eftir iitla stund vor- um við samhliða. Eg leit til hennar um leið, til þess að vita hvort eg þekti hana. Hún grúfði sig niður svo andlitið sást ekki, en það var eitthvað við hana sem eg þekti., — Eg fékk ákafann hjartslátt. Ef það væri nú hún.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.