Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 18

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 18
48 [Hug-rún] mína, ofurlítið. Það var eins og rafmagnshögg, eg fann strauminn berast um líkama minn og blása burt öllum mótstöðukrafti og vilja. Eg fann að höfuð mitt hvíldi örmum vafið við brjóst hennar, fann hitann frá líkama hennar, fann brjóst hennar lyftast við vanga minn. Hún talaði: „Eg verð að segja þér alt, vinur minn. Það er sárt, en ef eg gerði það ekki, gæti eg ekki lifað, því þú ert sá eini sem eg hefi elskað, sá eini vinur minn. Þegar við erum ung og óreynd vaknar þessi undarlega kend í sálinni, þrá eftir einhverju óljósu sem við vitum ekki hvað er. Pyrst dreymir okkur dagdrauma og þeir virðast fullnægja í svip. En við finnum fljótlega að það er ekki nóg; svo lesum við, lesum ljóð og sögur, um ást. Loks kemur sá dagur að draumar og ljóð verða okkur lítils virði, við erum búin að fá óljósa hug- mynd um hvað það er sem við þráum. Svo leitum við æfintýra og finnum þau. Bæði piltar og stúlkur. Piltunum gerir það ekki til, þeim er jafnvel talið það til hróss, sem gerir okkur, stúlkurnar, sem látum þó stjórnast af sömu kend, að dýrum í augum mannanna. Það er ekki réttlátt. Þær eru böm, en fátt er gert til að leiðbeina þeim, ekkert til að hjálpa þeim. Þvert á móti, það er ýtt á eftir þeim ofan í djúpið — djúpið. Kristnir meðbræður troða þær undir fót- um — systur sínar. En piltarnir sem drýgja sömu syndir — og þeir

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.