Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 28

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 28
58 [Hugrún] setti það ósnert níður aftur og fór út; — út í sum- arkvöldið. Eg hefi aldrei drukkið vín síðan. „Já en hvað var það þá sem breytti lífsskoðun þinni?“ Jón brosti og varð blíður á svipinn; í það sinn gast mér vel að brosinu hans. „Bíddu nú rólegur. Svo liðu sex ár; eg var öðru- hvoru í siglingum og fór víða. Þegar eg var tuttugu og sjö ára kom eg heim og ákvað að setjast um kyrt hér á æskustöðvunum. Eg hafði safnað nokkru af peningum ogbyrjaði að versla. Það hefir gengið vel og smásaman varð verzlun mín það sem hún nú er orðin. Eg var mjög einmana á þeim árum og átti fáa vini. Besti kunningi minn var Þorlákur Grímsson, maður um fimtugt, vel efnaður, hafði verzlað áður en var nú hættur og lifði á rentunum. Við sátum oft við að spila heima hjá mér; en eg kom ekki á heimili hans lengi vel, því konan hans var mikið veik og þess vegna lítið um gleði þar heima. En svo dó konan; og þegar jarðarför og það alt var afstaðið fyrir góðum tíma, kom Þorlákur til mín eitt kvöld og bauð mér að koma heim og spila við sig og dóttur sína, sagðist ekki lengur geta komið til mín, því hann gæti ekki látið dóttur sína vera eina í húsinu. Eg fór auðvitað heim með gamla manninum. í forstofunni tók á móti okkur ung og falleg stúlka, á að gizka átján ára gömul, sem Þorlákur kynti mér sem dóttur sína. Eg veitti henni enga sérlega athygli

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.