Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 29

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 29
[Hugrún] 59 þá, nema hvað eg fann að hún var alúðleg og um- hyggjusöm; hjálpaði okkur úr frökkunum og dustaði af þeim snjóinn, því þetta var um vetur og kafald úti. Við settumst inn í heita og bjarta stofu Þorlák- ur og eg. Dóttirinn tók fram spilaborðið og spilin og við settumst öll við að spila „svarta Pétur“. Eg sat í legubeknum með borðið fyrir framan mig, Þorlákur til hliðar og dóttir hans, sem hét Fríða, sat beint á móti mér. Ósjálfrátt varð eg að veita henni nákvæma eftirtekt; því eg hafði aldrei á æíi minni séð stúlku sem mér féll eins vel í geð. Hún var meðalhá, nokkuð holdug, þó í fullkomnu samræmi við stærðina. Hún hafði litlar mjallhvítar hendur, þær vóru eins og á barni með bollum ofan í hnúana. Andlitið var fallegt, allir drættir mjúkir og barnslegir; og þegar hún brosti laut hún ofurlítið og brosið varð svo innilega hlýtt og dularfult. Hárið féll í snúnum ljósgulum lokkum um háls og herðar hennar; einn lokkurinn var svo óstýrilátur, féll altaf niður á ennið hvað oft sem hún strauk hann burt. Eg gætti spilanna illa og varð „svarti Péturu. Þá leit hún til mín og brosti. En, — hvar í ósköpunum hafði eg séð þetta andlit fyr, — eða var það bara hugarburður. Við spiluðum nokkra stund, en svo fór Príða að hita okkur kaffi og við sátum á meðan og reyktum. Fríða bar okkur kaffið þegar það var tilbúið, skenkti í bollana og drakk svo með okkur. Eg horfði á hana við húsmóðurstörfin með óbland-

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.