Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 46

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 46
76 [Hugrún, Morgungjöf til gleðinnar. Mig langar til að heilsa þér; — fyrst eg nenti á fætur, — þú fagra lífsins drotning, ó ljúfa gleðidís; er morgunsvalur dökkbláminn demantsperlum grætur og döggum nærðar blómsálir gleyma vetrarís. Ó, gleði; eg vil finna þinn eld í æðum mínum, eiga þig og njóta hins fagra, bjarta dags; heyra inn í sál mína þyt af vængjum þínum; og þegja svo og skammast mín til næsta sólarlags. Gleði, hve eg elska þig. — — Ó, þessi heimski hnöttur er hraksmánarleg umgerð fyrir veldisstólinn þinn. — Samt ert þú hér alstaðar, — eins og gulur köttur; í öllu dauðu og lifandi eg nálægð þína finn.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.