Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 23
]Hugrún]
53
Svo er það margt frá mínum fyrri dögum
á minnisspjald sem skrifað les eg hér;
en fyrst af öllu fögur blóm í högum,
er fyrstu lífsins gleði veittu mér.
Og fuglarnir sem fagurt sungu’ á vorin
og færðu yl í mína bernsku sál,
eg man þá löngum létt mér var um sporin
og lítiö skeytti’ um almenn háttumál.
Og enn eg man, þá upp á Þríhyrningi,
með æskuvinum sat eg glaðan fund;
er ársól brosti yfir Rangárþingi,
um unaðsfagra og bjarta sumarstund,
þá orkti eg þar eitt af fyrstu kvæðum,
þó andans gáfa væri harla smá.
En samt eg fann, að æskublóð í æðum,
eg átti fult eins hlýtt og hinir þá.
En þó að ei sé þessu nú að hrósa,
mér þó er leyft að gleðjast enn í dag;
við endurminning svásra sumarrósa
cg söngfuglanna vinar hlýja lag;
og útsýn fagra eiga hér sem forðum,
sem enn svo björt og tignarleg og fríð
en langt er frá eg lýsi því með orðum
hve ljúf hún var mér oft á fyrri tíð.
En þó að vísu þetta alt sé draumur
og þannig horfin sælustund og vor,
þá getur ennþá gleðidagur naumur,
sem geisli skinið á mín hinstu spor.