Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 24

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 24
54 [Hugrún] Og helst eg kýs, þá hníg eg loks að velli, mín hlíð, að sofa rótt við barminn þinn. þar yfir mér sem fáein tár þá felli sá foss sem var í æsku vinur minn. Og lát mig, Pljótshlíð, ljúfan faðm þinn dreyma, svo lengi sem mitt rennur hjartablóð; til minnis um, eg átt hef hjá þér heima þér einni skal eg helga þessi ljóð. Og þeir sem ganga þegar eg er dáinn um þínar brekkur sem að lýst eg hef, eitt liljublað þá leggi yfir náinn, þau laun eg kýs mér fyrir þessi stef. Jón Þórðarson úr Fljótshlíð. Skrautklædd kona. Eikin prúða skarlatsskrúða skín sem perla gljá; skær með ljósin skeljungsbúða skreytt frá hvirfli að tá. — Alt forhúða og silkisúða svona að utan má. Jón Þórðarson úr Fljótshlíð.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.