Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 36

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 36
66 [Hugrún[ Blómið leit upp; það sá að fiðrildið hafði litfagra vængi og að augu þess voru blíð. „Sérðu ekki að sólin skín?u sagði blómið. „Eg sé að þú ert að hrapa“ svaraði fiðrildið. „Hrapa, — hvað er það?“ spurði blómið. „Veslings fáráða barn,u sagði fiðrildið. „Þú fellur ofan í djúpið svarta og kalda þar sem sólin skín aldrei; þú visnar og deyrðu. „Það vil eg ekkiu sagði blómið, en í sama bili varð því litið niður í sortann og það sá í hve mikilli hættu það var statt. Þá fór blómið að gráta. „0, hjálpaðu mér fallega fiðrildi, eg vil ekki deyja, eg vil vera þar sem sólin skínu sagði blómið og titraði af ótta. Fiðrildið sá tárin þess falla, það horfði á ljósið og lífið í kring og ofan í myrkrið svarta. Svo lækkaði það flugið, vafði fallegu vængjun- um um krónu blómsins og beið, blómið hjúfraði sig að hjarta þess. „Þarf eg nú ekki að sjá myrkrið?“ spurði blómið og röddin titraði. „Neiu, sagði fiðrildið hátt „eg ætla að vernda þigu. Við sjálft sig sagði það ofurlágt: „Eg elska þig litla léttúðuga blóm, eg get ekki hjálpað þér upp í ljósið, en eg vil deyja með þér“. Ræturnar losnuðu frá berginu og sólskinsbömin féllu út í hin ystu myrkur. „Hvað er þetta!“ sagði fiðrildið. Þau voru stödd í ilmandi skógi og sólin skein glatt. „Hér er ekkert myrkur“, sagði blómið. Á grein skamt frá sat ofurlítill [blómálfur; hann

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.