Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 49

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 49
[Hugrún] 79 Einu sinni var blóm. Blöð þess voru rauð eins og blóðdropar. Fiðrildin flögruðu í loftinu. Á fótum þeirra voru frjókorn. Blómið breiddi krónu sína móti ljósinu. Og fiðr- ildið vildi hvíla þreytta vængina við hjarta þess. En blómið sagði: Eg óttast. Hræðstu ekki barn- ið gott, sagði fiðrildið, eg flyt þér lífið, fullkomnunina. Eg óttast, sagði blómið og brosti með tárin í aug- unum — það hafði aldrei þekt neitt þvílíkt. Dóra. Munnur þinn er eins og blöð á rauðu blómi, augun eins og geislarnir sem gáfu því líf. — Óttast þú Dóra? X. Sárt er. Sárt er stríð við sálar kvöl, sárt er í hríðargangi. — Sárt er að líða sjálfs síns böl sárt er að bíða — fangi Jens Sæmundsson.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.