Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 25

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 25
[Hugrún] 55 Smásaga. Við vorum að tala sainan, við Jón Guðmundsson, heima í hlýja herberginu mínu, sem var fult af tó- baksreyk, því við svældum eins og við gátum úr pípunum. Jón var rólegur. Eg var æstur. Eg var búinn að gera lofsverðar tilraunir tik þess að koma mínum eigin lífsskoðunum inn í höfuðið á Jóni, en hann bara hló að þeim. „Mér leiðist þetta hjal þitt“, sagði hann blátt áfram. „Þú ert að reyna að telja mér trú um að sönn ást sé ekki til; mér, sem hef notið hennar í mörg ár, og í tilbót manni með fjörutíu ára reynslu að baki; — og þú ert hvað? Tuttugu ára!u Jón brosti góðlátlega og mér gramdist brosið hans; því þetta, að gera lítið úr minni tuttugu ára reynslu var lalsvert aumur blettur. Jón hélt áfram: „Nú skal eg segja þér nokkuð. Eg var einusinni tuttugu ára líka, og hafði þá alveg samskonar skoð- anir og þú hefur nú. Eg þóttist viss um að sönn ást væri ekki annað en ímyndun, nokkurskonar gylling á dýrseðli mannsins og girndum'; og eg hélt þessari skoðun minni fast fram, eins og þú gerir nú“. Jón brosti. „En svo kom nokkuð fyrir. Við erum stundum mint svo blítt og þó rækilega á það, hvilík börn við erum.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.