Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 30
60
[Hugrún]
inni ánægju, því henni fórst það svo fallega.
Hreyfingarnar voru léttar og eðlilegar og brosið
dularfulla kom altaf öðruhvoru fram á andlit hennar.
Það var heimalegt og viðkunnanlegt þarna í •
litlu, hlýju stofunni; mér fanst margra ára ís bráðna
utan af mér og ylurinn vaggaði mér í blíðri vellíð-
an. Mér fanst eg aldrei áður hafa lifað svo skemtilega
stund.
En allir dagar enda og þegar klukkan var að
ganga tvö, fór eg að hugsa til ferðar.
Þorlák kvaddi eg inni í stofu því hann var kom-
inn úr jakkanum, en dóttirin fylgdi mér til dyra.
Eg heyrði Þorlák kalla á eftir mér að koma nú
það fyrsta aftur, því þetta hefði verið stór ánægju-
legt kvöld; — og það þurfti hann nú reyndar ekki
að segja mér.
Príða fylgdi mér til dyra. Hún hjálpaði mér í
frakkann með systurlegri umhyggju og bretti krag-
anum upp að aftan.
„Yður verður kalt ef þér hafið ekki trefilw,
sagði hún svo blítt, að eg fékk hjartslátt. Svo kom
hún með stóran og hlýjan trefil og lét hann um háls-
inn á mér þrátt fyrir öll mótmæli mín.
Mér varð einkennilega hlýtt um hjartað við alla
þessa alúð, því satt að segja var eg henni óvanur;
lífið hafði, fram að þeim degi, ekki notað við mig
sparivetlingana.
Við buðum hvert öðru góða nótt, með þakklæti
fyrir skemtunina og eg fór út í hríðina.
Veðrið var hið versta og umhyggjusemin hennar
Eríðu kom sér nú næsta vel.