Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 33

Hugrún - 01.05.1924, Blaðsíða 33
[Hugrún] 63 „Nú, já, já, — það er þá svona sem þið skemt- ið ykkur, þegar karlinn er hvergi nærri!“ Okkur varð allhverft við og litum upp. í dyr- unum stóð Þorlákur og stóð á öndinni af hlátri, við fátið sem kom á okkur. Mánuði síðar vorum við gift. Það er sagt að hjónabandið geti verið bæði Himnaríki og Helvíti. Eg fyrir mitt leyti kann nú best við jarðneska hamingju og hennar hefi eg líka notið í svo ríkum mæli að eg get ekki óskað eftir meiru“. Eg þagði. „Þú trúir mér?“ „Já“. „Efast þú enn?“ Eg gerði mér enga grein fyrir því. Horfði bara á Jón. — Hann var eitthvað svo fallegur á svipinn. Kristmann Guðmundsson. Hlíðin mín. Forna trygð ég enn þá á við æskubygð sem kom ég frá í gleði og hrygð er geymast má guð hefur dygð mér skapað þá. Jón Þórðarson úr Fljótshlíð.

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.