Hugrún - 01.05.1924, Page 33

Hugrún - 01.05.1924, Page 33
[Hugrún] 63 „Nú, já, já, — það er þá svona sem þið skemt- ið ykkur, þegar karlinn er hvergi nærri!“ Okkur varð allhverft við og litum upp. í dyr- unum stóð Þorlákur og stóð á öndinni af hlátri, við fátið sem kom á okkur. Mánuði síðar vorum við gift. Það er sagt að hjónabandið geti verið bæði Himnaríki og Helvíti. Eg fyrir mitt leyti kann nú best við jarðneska hamingju og hennar hefi eg líka notið í svo ríkum mæli að eg get ekki óskað eftir meiru“. Eg þagði. „Þú trúir mér?“ „Já“. „Efast þú enn?“ Eg gerði mér enga grein fyrir því. Horfði bara á Jón. — Hann var eitthvað svo fallegur á svipinn. Kristmann Guðmundsson. Hlíðin mín. Forna trygð ég enn þá á við æskubygð sem kom ég frá í gleði og hrygð er geymast má guð hefur dygð mér skapað þá. Jón Þórðarson úr Fljótshlíð.

x

Hugrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.