Fréttablaðið - 29.06.2019, Síða 2
Hlustaðu á hlaðvarpið hans
Bubba og fjölmörg önnur áhuga-
verð og skemmtileg hlaðvörp á
www.frettabladid.is/hladvarp
Hlaðvarp
Alltaf var góður
fílingur, alltaf
vorum við í góðu skapi,
alltaf var nóg af grasi.
Sigurður Árnason, upptökumaður
og bassaleikari
44 kínverskir ferða-
menn voru í rútunni þennan
örlagaríka dag í desember.
595 1000
KRÍT8. JÚLÍ Í 10 NÆTUR
H L AÐVAR PI Ð „Það var ek kert
algengt á þessum tíma að fólk
væri að tala svona beinskeytt um
hlutina. Ég hugsaði að þetta væri
gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“
segir Sigurður Árnason, upptöku-
maður og bassaleikari, um fyrstu
kynni sín af Bubba Morthens í
öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur
af plötum. Í þættinum rekja þeir
félagar söguna að baki fyrstu plötu
Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir
fóru að gerast. Alltaf var góður fíl-
ingur, alltaf vorum við í góðu skapi,
alltaf var nóg af grasi. Þegar maður
slappaði af og hlustaði á árangurinn
fékk maður sér alltaf reyk. Þetta
voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir
Sigurður sem minnist tímanna vel.
Platan var tekin upp hjá útgáfu-
fyrirtækinu SG-hljómplötum sem
var í eigu tónlistar- og útvarps-
mannsins Svavars Gests. Bubbi og
Sigurður lýsa því hversu erfitt gat
verið að vinna með Svavari. „Mín
upplifun af honum var að hann var
svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir
Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að
hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur
í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en
það sem skrásettur tímafjöldi sagði
til um.
Sigurður segir svo frá því hvernig
þekktasta lag Bubba komst næstum
því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst
Stál og hnífur þá vorum við bara
tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert
búinn að spila þetta inn þá segirðu:
„Æ, eigum við að láta þetta fara
með?“ og ég sagði „Hvað? Auð-
vitað!“ Og svo í dag er þetta þjóð-
söngur Íslendinga!“ Bubbi skefur
ekki af mikilvægi aðkomu þess
að hafa góðan upptökumann. „Þú
leyfðir hlutunum svolítið að fara
sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni
jafn mikið þér að þakka og mér að
þakka. Þetta var svo mikið sjokk
þegar við fórum að taka upp plötu
númer tvö sem var Geislavirkir.
Þar kom einhver Breti sem eigin-
lega skar undan okkur. Við vorum
svo mikill kraftur live en þegar við
komum inn í stúdíóið hugsaði ég
að þetta væri ekki nærri því jafn
skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“
Hægt er að hlusta á fyrstu tvo
þætti hlaðvarpsins á vef Frétta-
blaðsins. arnartomas@frettabladid.is
Stál og hnífur komst
næstum ekki með
Alls mun Bubbi taka fyrir tíu af plötum sínum í hlaðvarpinu.
Blobbarnir fóru um borgina
Þessar furðuverur vöktu athygli í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem þær fóru um og brugðu á leik. Ekki var þó hér að hefjast fundur í borgar-
stjórn Reykjavíkur heldur um að ræða gjörning frá Götuleikhúsinu. Verurnar skrautlegu kallast Blobbarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Veður
NA átt 8-15 m/s, hvassast NV-til
og við SA-ströndina. Víða skýjað
og lítils háttar úrkoma, en léttir til
NV-lands og fer að rigna suðaustan
til seinni partinn. Hiti 5 til 15 stig
á morgun, svalast um NA-vert
landið. SJÁ SÍÐU 32
Bubbi Morthens og
Sigurður Árnason upp-
tökumaður rifja upp
upptökuferli plötunnar
Ísbjarnarblús í nýjum
þætti hlaðvarpsins
Sögur af plötum. Bubbi
segir Sigurð lykilþátt í
velgengni plötunnar.
DÓMSMÁL Útbúnaði og viðhaldi var
stórlega ábótavant á rútubifreiðinni
þar sem tveir kínverskir ferðamenn
létu lífið eftir að bílstjóri hennar
missti stjórn á henni í árslok 2017
skammt frá Kirkjubæjarklaustri.
Rútan hefði með réttu ekki átt að
vera í umferð. Bremsur orðnar
lélegar sem og vetrardekk. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í dómi
Héraðsdóms Suðurlands yfir bíl-
stjóranum sem ók rútunni.
Héraðsdómur dæmdi bílstjórann
í sex mánaða skilorðsbundið fang-
elsi, hann var sviptur ökurétti í tvö
ár og gert að greiða sakarkostnað
upp á rúmlega tvær og hálfa millj-
ón króna.
Slysið varð miðvikudag inn
27. desember 2017 á Suðurlands-
vegi. Ferðamaður í fólksbíl á undan
rútunni var að beygja inn á útsýnis-
stað þegar rútan, sem ekið var of
hratt miðað við aðstæður, ók aftan á
hann. Rútubílstjórinn missti stjórn
á rútunni sem fór yfir á öfugan
vegar helming og valt á hlið utan
vegar. 44 kínverskir ferðamenn
voru um borð. Tveir létu lífið sem
fyrr segir en margir slösuðust, þar
af tveir alvarlega. – smj
Rútan átti ekki
að vera í umferð
Frá slysstað skammt utan Kirkju-
bæjarklaustri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SLYS Banaslys varð á Ingjaldssands-
vegi á Sandsheiði í Gerðhamarsdal
á fimmtudag þegar veghefill hafn-
aði utan vegar. Tilkynning um slys-
ið barst lögreglu laust fyrir klukkan
18 sama dag en tildrög slyssins eru
enn ókunn.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur
málið til rannsóknar, með aðstoð
rannsóknarnefndar samgöngu-
slysa og Vinnueftirlitsins, að því er
segir í tilkynningu frá lögreglunni
á Vestfjörðum. Þá segir að nafn hins
látna verði ekki gefið upp að svo
stöddu. – smj
Banaslys á
Sandsheiði
Veghefill hafnaði utan vegar.
2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
4
-9
7
F
0
2
3
5
4
-9
6
B
4
2
3
5
4
-9
5
7
8
2
3
5
4
-9
4
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K