Fréttablaðið - 29.06.2019, Síða 8
Ekki skipta þér af
kosningunum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Hitabylgjan hefur leitt
til allnokkurra dauðsfalla í
álfunni og er fólk varað við
því að taka áhættu.
Brúin sprengd
Yfirvöld á Ítalíu sprengdu í gær upp Morandi-brúna í Genóa, það er að segja það sem eftir var af henni eftir að hluti hennar hrundi í miklu
ofviðri á síðasta ári. Er brúin hrundi fórust 43 vegfarendur sem höfðu verið að fara yfir hana og tugir til viðbótar særðust. Sprenging gærdagsins
var síðasti áfanginn í niðurrifi brúarinnar en síðustu fimm mánuði hefur verið unnið við að hluta hana í sundur. NORDICPHOTOS/AFP
EVRÓPA Hitabylgja gerði Evrópu-
búum áfram lífið leitt í gær og hættu-
ástand hefur myndast í vestanverðri
álfunni. Franska veðurstofan hefur
til að mynda gefið út rauða viðvörun
á fjórum svæðum í landinu vegna
hitans.
Hitamet var slegið í Frakklandi
í gær. Það féll í bænum Gallargues-
le-Monteux og var 45,9 stig. Fyrra
hitamet var sett í hitabylgjunni 2003,
44,1 stig. Þúsundir létu lífið í þeirri
hitabylgju og sagði Agnes Buzyn
heilbrigðismálaráðherra í gær að
„allir væru í hættu“ nú.
Edouard Philippe forsætisráð-
herra varaði íbúa við því að taka
óþarfa áhættu í því skyni að kæla
sig niður. Hann sagði að á hverjum
degi drukknaði fólk sem reyndi að
flýja hitann með því að stinga sér
á kaf. Sömu sögu er að segja á Bret-
landi og Spáni.
Á Spáni geisa svo enn umfangs-
miklir skógareldar, nánar tiltekið
í Tarragona í Katalóníu. Eldarnir
eru einir þeir verstu í tvo áratugi í
héraðinu. Samkvæmt katalónska
héraðsmiðlinum ACN hefur gengið
erfiðlega í baráttunni við eldana,
sérstaklega í ljósi þess að hiti er ekki
farinn að lækka.
Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af
nálinni hafa loftslagsvísindamenn
bent á að loftslagsbreytingar af
mannavöldum geri ástandið mun
verra. Veröldin sé nú um einni gráðu
hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu
veðuröfgar orðnar algengari. „Þessi
aukning í veðuröfgum er nákvæm-
lega sú sem loftslagsvísindin hafa
spáð og er afleiðing hamfarahlýn-
unar. Hún er svo afleiðing aukins
útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“
hafði AP eftir Stefan Rahmstorf,
loftslagsvísindamanni hjá loftslags-
rannsóknastofnuninni PIK í Þýska-
landi. – þea
Mannskæð hitabylgja
herjar enn á Evrópubúa
AUSTURRÍKI Viðræður gærdagsins í
Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur
Íransstjórnar og stefnir því enn
í að ríkið fari fram úr þeim tak-
mörkum sem sett voru á söfnun
auðgaðs úrans með gerð JCPOA-
kjarnorkusamningsins árið 2015.
Fulltrúar Írans hittu fulltrúa
Breta, Þjóðverja, Frakka, Rússa,
Kínverja og ESB í austurrísku
höfuðborginni í gær til að ræða
stöðu mála.
Íransstjórn hafði áður sagst ætla
að hætta að framfylgja samningn-
um vegna þeirra nýju þvingana
sem Bandaríkin lögðu gegn ríkinu
eftir að Donald Trump forseti rifti
samningnum af hálfu ríkis síns.
Að því er Reuters hafði eftir
Abbas Araqchi, varautanríkisráð-
herra Írans og sendiboða Írana á
fundinum, voru viðræðurnar skref
í rétta átt en undir væntingum
Íransstjórnar.
Það væri undir yfirmönnum
hans komið hvort hætt verði að
framfylgja samningnum og sagði
hann ólíklegt að viðræðurnar
hefðu gert nokkuð til að telja þeim
trú um að halda í plaggið.
„Ákvörðunin um að draga úr
skuldbindingum okkar hefur nú
þegar verið tekin og við munum
halda áfram á þeirri leið þangað
til komið er til móts við okkur.
Ég held að árangurinn hér í dag
sé ónógur til þess að stöðva þetta
ferli en ákvörðunin verður tekin
í Teheran,“ sagði Araqchi enn
fremur. – þea
Viðræðurnar
árangurslausar
Þessi hundur reyndi að kæla sig niður í gosbrunni. NORDICPHOTOS/AFP JAPAN Eins og svo oft vill verða þá
voru allra augu á Donald Trump,
forseta Bandaríkjanna, þegar leið-
togar G20-ríkjanna komu til fundar
í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn
til að mynda við Vladímír Pútín,
forseta Rússlands, en í dag á hann
bókaðan fund með Xi Jinping, for-
seta Kína.
Fundur Trumps og Pútíns var
sá fyrsti frá því Robert Mueller,
sérstakur saksóknari bandaríska
dómsmálaráðuneytisins, birti nið-
urstöður sínar og sagði rannsókn
hafa sýnt fram á að Rússar hefðu
ráðist á bandarískt lýðræði með
óeðlilegum afskiptum af forseta-
kosningunum 2016.
Trump þóttist þar af leiðandi
skamma Pútín. Þegar blaðamaður
spurði Trump hvort hann myndi
segja Rússanum að skipta sér ekki
af næstu kosningum sneri Trump
sér til hliðar, veifaði fingri sínum
að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af
kosningunum.“ Pútín svaraði ekki
sérstaklega heldur glotti.
Sá rússneski byrjaði sinn dag á
því að birta grein í Financial Times
þar sem hann tjáði sig um stöðuna
í alþjóðamálum. Þar sagði hann
frjálslyndisstefnuna hafa beðið
skipbrot og lofaði uppgang popúl-
ismans í Evrópu og Bandaríkjunum.
Fór fögrum orðum um Trump, sem
hann sagði hæfileikaríkan.
Pútín átti einnig fund með Ther-
esu May, fráfarandi forsætisráð-
herra Breta, þar sem þau ræddu
eiturárásina á Sergeí Skrípal, rúss-
neska fyrrverandi gagnnjósnarann,
og þá ræddi Emmanuel Macron
Frakklandsforseti um að þörf væri
á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga
um loftslagsmálin.
Mest er þó eftirvæntingin fyrir
fyrrnefndum fundi Trumps og Xi.
Mikið er undir enda er þetta fyrsti
fundur leiðtoganna tveggja frá því
viðræðum um nýjan fríverslunar-
samning var slitið í maí. Síðan þá
hefur tollastríð ríkjanna harðnað.
Að því er Reuters hafði eftir Larry
Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa
Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki
skuldbundið sig til neins í aðdrag-
anda fundarins. Trump hefur ekki
dregið til baka hótanir um frekari
tolla og ekki heldur gefið í skyn að
Bandaríkjamenn séu viljugir til þess
að draga þær kröfur í land sem Kín-
verjar hafa hafnað. Kröfurnar eru
sagðar snúast um aðgang banda-
rískra fyrirtækja að kínverskum
markaði og verndun bandarískra
hugverka. thorgnyr@frettabladid.is
Allra augu á Trump
G20 ríkin
Argentína
Ástralía
Brasilía
Kanada
Kína
Evrópusambandið
Frakkland
Þýskaland
Indland
Indónesía
Ítalía
Japan
Mexíkó
Rússland
Sádi-Arabía
Suður-Afríka
Suður-Kórea
Tyrkland
Bretland
Bandaríkin
Trump og Pútín áttu fund í Japan í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Fundur G20-ríkjanna
hófst í Japan í gær. Don-
ald Trump sagði Vlad-
ímír Pútín að skipta
sér ekki af kosningum.
Trump á fund með Xi
Jinping í dag um tolla-
stríð ríkjanna og nýjan
fríverslunarsamning.
Fleiri myndir frá Evrópu má sjá
á +Plús síðu Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +Plús er eingöngu
í Fréttablaðs-appinu eða í
PDF-útgáfu blaðsins sem er
aðgengileg á frettabladid.is.
+PLÚS
2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
4
-B
A
8
0
2
3
5
4
-B
9
4
4
2
3
5
4
-B
8
0
8
2
3
5
4
-B
6
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K