Fréttablaðið - 29.06.2019, Síða 24
Arna er mjög ánægð í náminu en hún stundar íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og telur hún að íþróttin og námið tvinnist vel saman.
Ísafjarðarbær á hug hennar allan, en þar ólst hún upp og stundaði íþróttir af krafti,
þar á meðal skíði. Um áramótin
2006/2007 var Arna í æfingaferð
í Geilo í Noregi þegar hún lenti
í alvarlegu skíðaslysi og hlaut
mænuskaða, þá 16 ára gömul. Sex
árum eftir slysið flutti hún suður
til Reykjavíkur og byrjaði þá að
æfa handahjól.
Handahjól er ein grein undir
Alþjóðlega hjólasambandinu, líkt
og fjallahjól og götuhjól. „Ég hef
hingað til verið mikið ein að æfa
hér á Íslandi, en það eru aðeins
fleiri byrjaðir að stunda þetta
núna,“ segir Arna. Það eru engar
handahjólakeppnir hér á landi
en þegar hún byrjaði var hún að
taka þátt í styttri hjólakeppnum
eða maraþonhlaupum. Hún var
fyrsti Íslendingurinn sem keppti á
handahjóli eða í hjólreiðum fyrir
hreyfihamlaða „Ég fór á fyrsta
mótið mitt árið 2014 og hef verið
að keppa síðan. Markmið mitt
núna er að komast á Ólympíuleika
fatlaðra haustið 2020 í Tókýó.“
Aftur á byrjunarreit
Eftir slysið var Arna lengi í sjúkra-
þjálfun og meðfram henni var hún
í mikilli styrktarþjálfun. „Þegar
maður fær mænuskaða þá þarf að
læra að setjast upp í rúminu, klæða
sig, ýta sér í stólnum og færa sig á
milli stóla. Allt þetta krefst mikils
styrks í efri líkamanum.“ Í dag er
hún hjá Fannari Karvel, styrktar-
þjálfara og íþróttafræðingi. „Hjá
honum er ég að lyfta lóðum og gera
alls konar styrktaræfingar fyrir
efri líkamann, bara eins og allir
íþróttamenn,“ útskýrir Arna.
Það var ekki bara erfitt að finna
sér nýja íþrótt eftir slysið heldur
þurfti að byggja upp gríðarlegan
styrk og þol. Þar sem íþróttin
krefst mikils styrks í höndunum
þá hefur tekið tíma fyrir Örnu að
byggja hann upp en hún hefur æft
vel og vandlega. „Þetta var mjög
erfitt fyrst, en þá var ég mest að
hjóla flatt, stutt og hægt, en er að
reyna að komast nær þeim sem eru
að hjóla með fótunum.
Aukinn áhugi gleður
Arna hefur verið dugleg að fara til
útlanda að keppa á þessu ári. Hún
stefnir á að taka eitt mót í viðbót
áður en hún fer á Heimsmeistara-
mótið í hjólreiðum hreyfihaml-
aðra sem haldið verður í Hollandi
í byrjun september. „Þetta mót er
hápunktur ársins, og ég er mjög
spennt.“
Nýlega skrifaði Arna undir
samning hjá Icepharma. Hún er
mjög spennt fyrir samstarfinu
og finnur fyrir meiri áhuga á
íþróttinni. „Þetta sport er rosalega
dýrt, ég þarf til dæmis að vera á
sérsmíðuðu hjóli og allar græjur í
kringum þetta eru alls ekki ódýr-
ar. Svo þar sem ég er ekki að keppa
heima þá þarf ég alltaf að fara til
útlanda að keppa og það getur
kostað sitt. Ég er því mjög þakklát
að fá aðstoð frá Icepharma til að
ná sem lengst í þessu.“
Hún finnur fyrir meira áhuga
á íþróttinni og telur mikilvægt
að fjalla meira um fjölbreyttari
íþróttir. „Það er greinilega meiri
áhugi á fjölbreyttara sporti, maður
finnur fyrir ákveðnari viðurkenn-
ingu. Ástæðan fyrir því að ég hef
verið mikið í fjölmiðlum og farið
í mörg viðtöl er að ég vil auglýsa
þetta sport betur. Sérstaklega fyrir
fólk með hreyfihömlun.“
Vill miðla sinni þekkingu
Hún er gríðarlega ánægð með að
hafa tekið þá ákvörðun að prófa
þessa íþrótt. „Þessi íþrótt gefur
mér svo mikið, bæði hreyfingin
og svo almenn líkamlega heilsa.
Hreyfing er að sjálfsögðu mikil-
væg fyrir alla, en sérstaklega fyrir
fólk með mænuskaða því líkams-
hreyfingin verður almennt ekkert
rosalega góð.“
Arna kláraði nýverið fyrsta
árið sitt í Háskólanum í Reykja-
vík þar sem hún stundar nám í
íþróttafræði. „Ég átti smá erfitt
með að byrja aftur í námi eftir
að ég slasaðist. En ég hef ótrúlega
mikinn áhuga á þessu og námið er
oft að hjálpa mér í íþróttinni. Það
er líka gott fyrir mig að benda fólki
sem er í endurhæfingu á íþróttir
og hreyfingu, mér finnst það svo-
lítið vanta á Íslandi.“ Erlendis er
fólk sem hlýtur mænuskaða oft á
sérstöku sjúkrahúsi þar sem því
er gefið sérhæft prógramm og
ýmsir möguleikar. „Mig langar
að fólk viti að möguleikarnir eru
til staðar. Íþróttafólk sem slasast
á það oft til að hætta, en það er
meira í boði,“ segir Arna.
Arna segir að margir þættir spili
inn í þegar kemur að jákvæðni
og drifkrafti. „Mér finnst þetta
aðallega ótrúlega gaman. Auð-
vitað koma dagar þar sem ég nenni
kannski ekki á æfingu, en það gerist
held ég hjá flestum íþróttamönn-
um stöku sinnum. Þessi tilfinning
að komast út og upplifa hraða og
adrenalín er eitthvað sem ég sæki í,
og svo líður mér bara svo ótrúlega
vel, það er aðalhvatningin.“
Næsta stóra mót hjá Örnu er Heimsmeistaramótið í Hollandi í september.
Á ferð og flugi
um fallega
Ísland. MYND/
ÞÓRDÍS REYNIS-
DÓTTIR
Ásta Eir
Árnadóttir
astaeir@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
2
9
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
4
-9
C
E
0
2
3
5
4
-9
B
A
4
2
3
5
4
-9
A
6
8
2
3
5
4
-9
9
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K