Fréttablaðið - 29.06.2019, Side 28

Fréttablaðið - 29.06.2019, Side 28
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, þig, en Lagningu er hægt að panta í bókunarkerfinu okkar. Þegar þú kemur á völlinn með alla fjölskylduna getur oft verið mikið stress í gangi og það getur verið í alls konar veðri. Þá er óskaplega gott að geta bara lagt á skammtímastæðinu við flugstöð­ ina og afhent lyklana að bílnum. Bíllinn bíður svo fyrir utan flug­ stöðina þegar heim er komið,“ segir Gunnhildur. „Þetta er mjög þægilegt og léttir líka allt stressið sem fylgir ferðalögum. Svona þarf maður bara ekkert að hugsa um bílinn.“ Margar leiðir til undirbúnings „Svo er hægt að fylgjast með flug­ inu sínu í gegnum vefinn kefair­ port.is. Þar getur maður fundið sitt f lug og valið að fá allar uppfærslur eða tilkynningar sem tengjast f luginu sínu beint í símann, annað hvort í gegnum Messenger eða tölvupóst,“ segir Gunnhildur. „Þannig veistu strax af því ef það verður einhver breyting á f luginu og þarft ekki stöðugt að fylgjast með. Einnig flýtir rosalega fyrir að innrita sig á vefnum áður en maður kemur á völlinn, mörg flugfélög eru byrjuð að bjóða upp á þann möguleika,“ segir Gunn­ hildur. „Það eru líka margar sjálfs­ afgreiðslustöðvar fyrir innritun inni í f lugstöðvarbyggingunni og þær flýta mikið fyrir, svo ferðin í gegnum flugstöðina verður fljót­ legri og þægilegri fyrir alla. Flest f lugfélög gera ferðalöngum meira að segja kleift að innrita töskuna sína sjálfir. Við mælum með að koma á flug­ völlinn tveimur og hálfum tíma fyrir f lug til að allt gangi sem best og fólk lendi ekki í neinu veseni eða tímahraki. Flest f lugfélög bjóða upp á innritun með það löngum fyrirvara,“ segir Gunn­ hildur. Margt í boði í flugstöðinni „Það kannast allir við tilhlökkun­ ina sem fylgir því að fara í frí og koma upp á flugstöð. Þegar bæði innritun og öryggisleit er lokið kemst maður inn á verslunar­ og þjónustusvæðið og þar er margt um að vera,“ segir Gunnhildur. „Verslanirnar okkar bjóða upp á gott úrval, þær eru allar tollfrjálsar og það eru ýmiss konar tilboð í gangi þar í allt sumar, svo það er sannarlega góður kostur að versla á f lugvellinum. Það eru líka flott tilboð í gangi í veitingum fyrir alla fjölskylduna á matsölustöðunum okkar um þessar mundir,“ segir Gunnhildur. „Til dæmis geta börn fengið barna­ máltíð á Mathúsinu alveg ókeypis, sem er ansi góð kjarabót og það eru líka fjölskyldutilboð í gangi á nýja veitingastaðnum, Hjá Höllu. Þar er boðið upp á eldbakaðar pitsur sem hafa slegið í gegn hjá mörgum undanfarið.“ Inni á heimasíðunni www.whenin- kef.is er hægt að sjá vöruúrval og þau tilboð sem eru í boði í flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þar má einnig fá nánari upplýsingar um allt sem tengist undirbúningi fyrir flug, innritun, öryggisleit o.s.frv. Isavia leggur mikla áherslu á að bjóða gestum Keflavíkurflugvallar upp á fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. MYNDIR/HVÍTA HÚSIÐ Gunnhildur segir að álagspunkt- arnir á Keflavíkurflugvelli séu enn mjög stórir og því sé mikilvægt að gefa sér góðan tíma á flugvellinum og undirbúa sig sem best. Það er mælt með því að bóka bílastæði fyrir fram til að fá langbesta verðið og gera það þægilegra að mæta upp á völl. Í flugstöðvar- byggingunni eru margar sjálfsafgreiðslu- stöðvar fyrir innritun í flug, sem flýta mikið fyrir. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RKEFLAVÍKURVÖLLUR 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 4 -E 6 F 0 2 3 5 4 -E 5 B 4 2 3 5 4 -E 4 7 8 2 3 5 4 -E 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.