Fréttablaðið - 29.06.2019, Síða 35
Svið lagalegs eftirlits og vettvangsathugana vinnur þvert á önnur eftirlitssvið Fjármálaeftirlitsins. Á
sviðinu starfar öflugur hópur lögfræðinga í lagalegu eftirliti að fjölbreyttum verkefnum er varða eftirlit
með fjármálafyrirtækjum, vátryggingafélögum, lífeyrissjóðum og öðrum eftirlitsskyldum aðilum á
fjármálamarkaði. Verkefni eru einkum tengd starfsleyfum, virkum eignarhlutum, aðgerðum gegn
peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, hæfismötum, starfsemi yfir landamæri, samrunum og veitingu
umsagna um samþykktir og reglur lífeyrissjóða. Auk þess kemur lagalegt eftirlit að margvíslegum lagalegum
álitamálum tengdum starfsemi eftirlitsskyldra aðila og tekur þátt í vinnu við setningu laga, reglna og tilmæla.
Leitað er að lögfræðingi sem hefur reynslu af eftirliti eða störfum á
fjármálamarkaði og býr yfir góðri samskiptahæfni.
Starfssvið
• Lagalegt eftirlit með eftirlitsskyldum aðilum
• Lögfræðiráðgjöf í álitamálum tengdum starfsemi eftirlitsskyldra
aðila til annarra sviða
• Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi
• Þátttaka í innra starfi Fjármálaeftirlitsins
Menntunar- og hæfnikröfur
• Meistara- eða embættispróf í lögfræði
• Þekking á stjórnsýslurétti og löggjöf á fjármálamarkaði
• Reynsla af eftirlitsstörfum eða störfum tengdum fjármálamarkaði
• Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er æskileg
• Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum
• Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður í starfi
• Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og
riti á íslensku og ensku
LÖGFRÆÐINGUR Í
LAGALEGU EFTIRLITI
Þekkir þú löggjöf á
fjármálamarkaði?
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ
THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND
Frekari upplýsingar veita
Linda Kolbrún Björgvinsdóttir,
forstöðumaður lagalegs eftirlits
(linda@fme.is) og Árni Ragnar
Stefánsson, mannauðsstjóri
(arni@fme.is).
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir
að sækja um starfið á heimasíðu
Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á
www.starfatorg.is.
Umsóknarfrestur er til og með
15. júlí nk. Umsóknum um starfið
þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu
rökstudd.
Aðstoð á tannlæknastofu
Tannlæknastofa í Reykjavík óskar eftir tanntækni eða að-
stoðarmannesku á tannlæknastofu. Um er að ræða 80-100%
starf. Á stofunni er einungis unnið við tannréttingar. Starfs-
svið er öll almenn aðstoð við tannlæknastól, sótthreinsun og
fleira. Færni í mannlegum samskiptum, góð íslenskukunn-
átta og almenn tölvukunnátta nauðsynleg. Um framtíðar-
starf er að ræða. Umsóknir og ferilskrá sendist á netfangið
solveig@tannrettingastofan.is fyrir 5.júlí nk.
U M S Ó K N I R :
C A PAC E N T. I S
Isavia leitar að öflugum og reyndum leiðtoga til að stýra fjármálasviði
fyrirtækisins. Starfið er bæði umfangsmikið og krefjandi og hentar
einstaklingi sem býr yfir færni á sviði fjármálastjórnunar og samskipta.
Gerð er krafa um háskólapróf á sviði, fjármála, verkfræði, viðskipta-
fræði eða sambærilegu. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs er hluti
af framkvæmdastjórn, vinnur náið með forstjóra og framkvæmda-
stjórn að því að framfylgja stefnu og ná rekstrarmarkmiðum félagsins.
Umsjón með ráðningu hefur Capacent. Konur jafnt sem karlar eru hvött
til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veita Hilmar Garðar Hjaltason, hilmar.hjaltason@
capacent.is, og Auður Bjarnadóttir, audur.bjarnadottir@capacent.is.
Meðal verkefna framkvæmdastjóra eru
• Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins
• Reikningshald og uppgjör fyrir samstæðu
• Fjármögnun og áhættu- og lausafjárstýring
• Umsjón með greiningum og
rekstrarupplýsingum
• Miðlæg innkaupaþjónusta
• Áætlanagerð og kostnaðareftirlit
F R A M K V Æ M D A S T J Ó R I F J Á R M Á L A S V I Ð S
V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I
A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ?
U M S Ó K N A R F R E S T U R :
1 4 . J Ú L Í
Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra
sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda
er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.
Kennari í málmtæknigreinum
Borgarholtsskóli
Laus er til umsóknar 100% staða kennara í
málmtæknigreinum við Borgarholtsskóla á haustönn 2019.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra
og stofnanasamningi Borgarholtsskóla.
Á heimasíðu skólans, www.bhs.is, eru upplýsingar um
skólann og starfsemi hans.
Umsækjandi þarf að hafa iðnmeistararéttindi í greininni og
kennsluréttindi. Upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn
Ómarsson, deildarstjóri, adalsteinn@bhs.is; sími: 856-1714.
Skriflegar umsóknir ásamt prófskírteinum, sakavottorði og
upplýsingum um fyrri störf sendist í tölvupósti til
Ársæls Guðmundssonar, skólameistara, arsaell@bhs.is.
Ráðið verður í stöðuna frá 16. ágúst 2019.
Umsóknarfrestur er til 17. júlí 2019.
2
9
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
5
4
-E
B
E
0
2
3
5
4
-E
A
A
4
2
3
5
4
-E
9
6
8
2
3
5
4
-E
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K