Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 43
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Aðstoðarmaður bæjarstjóra
Reykjanesbær auglýsir starf aðstoðarmanns bæjarstjóra laust til umsóknar. Leitað
er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi.
Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum einkenna aðstoðarmann
bæjarstjóra ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika og víðsýni.
Starf aðstoðarmanns felur í sér að aðstoða bæjarstjóra við dagleg verkefni.
Aðstoðarmaður undirbýr fundi og viðburði sem bæjarstjóri tekur þátt í sem og ýmis
verkefni og samskipti. Aðstoðarmaður tekur á móti og greinir ýmis erindi sem berast
bæjarstjóra og kemur í réttan farveg.
Vinnutími aðstoðarmanns er sveigjanlegur og búast má við tímabundnum sveiflum í álagi.
Starfssvið:
■■ Vinna að samhæfingu og eftirfylgni
verkefna sem bæjarstjóri felur honum.
■■ Fylgja eftir stefnumótun
Reykjanesbæjar og verkefnum.
■■ Aðstoða við ritun bréfa, greinargerða
og ávarpa.
■■ Umsjón með dagbók bæjarstjóra og
bókun funda og viðburða.
■■ Svarar fyrirspurnum um málefni sem
bæjarstjóri felur viðkomandi.
■■ Vinnur að samhæfingu og eftirfylgni
verkefna sem bæjarstjóri felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
■■ Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
■■ Reynsla af stjórnun verkefna æskileg.
■■ Þekking og reynsla af starfsumhverfi
sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu.
■■ Mjög góð tölvukunnátta.
■■ Góð íslensku- og enskukunnátta og
geta til að tjá sig í ræðu og riti.
Lýðheilsufræðingur
Reykjanesbær auglýsir starf lýðheilsufræðings laust til umsóknar.
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi.
Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum einkenna lýðheilsufræðing
ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika og víðsýni.
Lýðheilsufræðingur sinnir verkefnum á sviði forvarna og lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ
og vinnur að uppbyggingu heilsueflandi samfélags í samræmi við lýðheilsustefnu.
Hlutverk lýðheilsufræðings er að vinna að forvarnarmálum í sinni breiðustu mynd í góðu
samstarfi við aðra starfsmenn, svo sem íþrótta-og tómstundafulltrúa.
Starfssvið:
■■ Stýrir innleiðingu lýðheilsu- og
forvarnarstefnu.
■■ Heldur utan um tölfræðileg gögn
á sviði lýðheilsumála í samtarfi við
hagdeild.
■■ Vinnur með hagsmunaaðilum á sviði
heilsueflingar, bæði innan og utan
starfsemi Reykjanesbæjar.
■■ Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og
hvatningu til íbúa
■■ Ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar fyrir
sín verkefni í samstarfi við sviðsstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
■■ Háskólamenntun í lýðheilsufræðum.
■■ Reynsla af stjórnun lýðheilsuverkefna
æskileg.
■■ Þekking og reynsla af starfsumhverfi
sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu.
■■ Mjög góð tölvukunnátta.
■■ Góð kunnátta í íslensku og ensku og
geta til að tjá sig í ræðu og riti.
Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Umsóknarfrestur um öll störfin er til 8. júlí. Sótt er um á www.reykjanesbaer.is undir Laus störf.
Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru skv kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri Reykjanesbæjar, kristinn.oskarsson@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6700
Fjármálastjóri
Reykjanesbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn fjármálastjóra til að
starfa í öflugu teymi starfsmanna á fjármálaskrifstofu bæjarins.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi.
Fjármálastjóri þarf að búa yfir forystuhæfni, færni í samskiptum og hafa styrk til að taka
ákvarðanir. Þá skal viðkomandi hafa góða greiningarfærni, lausnamiðaða hugsun og geta
unnið undir álagi.
Markmið starfs:
Að stýra fjármálaskrifstofu Reykjanesbæjar, styðja bæjarráð við framlagningu, samþykkt
og framkvæmd fjárhagsáætlunar, gerð og kynning viðauka við fjárhagsáætlun og leiða
umbætur og styrkingu á umgjörð fjármála Reykjanesbæjar. Þá undirbýr fjármálastjóri
greiningar og gagnaöflun vegna undirbúnings þeirrar stefnumótunar sem unnin er undir
forystu bæjarráðs á sviði fjármála.
Starfssvið:
■■ Hefur yfirumsjón með undirbúningi
stefnumótunar og þróun umbóta á sviði
fjármála Reykjanesbæjar.
■■ Hefur yfirumsjón með fjárreiðum
Reykjanesbæjar og B-hluta stofnana.
■■ Hefur yfirumsjón með starfsemi
launadeildar, reikningshalds og
hagdeildar.
■■ Hefur yfirumsjón með skýrslugerð
um fjármál og kynningu þeirra fyrir
kjörnum fulltrúum og opinberum
aðilum.
■■ Hefur yfirumsjón með gerð
fjárhagsáætlana og gerð
viðauka í samræmi við ákvæði
sveitarstjórnarlaga.
■■ Hefur umsjón með rekstrareftirliti og
þróun þess.
■■ Styður við stjórnendur og kjörna
fulltrúa á sviði reksturs og fjármála.
■■ Gerð ársreiknings.
Menntunar- og hæfniskröfur:
■■ Háskólamenntun á sviði fjármála-,
viðskipta-, hagfræði eða sambærileg
menntun. Meistarapróf æskilegt.
■■ Þekking og reynsla af stjórnun fjármála
skilyrði.
■■ Góð þekking og reynsla í gerð
reikningsskila, stjórnendaupplýsinga
ásamt greiningu á rekstrarafkomu
sviða.
■■ Þekking á Navision og ferlum því
tengdu nauðsynleg.
■■ Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
■■ Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Forstöðumaður Súlunnar
Reykjanesbær auglýsir starf forstöðumanns Súlunnar. Súlan er ný skrifstofa þar
sem ýmsir málaflokkar heyra undir m.a. atvinnumál, menningarmál, markaðs-
og kynningarmál, ferðamál, safnamál og verkefnastjórnun. Hjá Súlunni starfa
sérfræðingar viðkomandi málaflokka en Súlan starfar þvert á svið til að auka þjónustu
og bæta lífskjör bæjarbúa Reykjanesbæjar og gesta þeirra. Þá er forstöðumanni ætlað
að innleiða aðferðir verkefnastjórnunar til starfsmanna Reykjanesbæjar.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, frumkvæði
og metnaði til að ná árangri í starfi. Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í
samskiptum skulu einkenna forstöðumann ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika
og víðsýni.
Starf forstöðumanns Súlunnar felur í sér ábyrgð á stjórnun, stefnumótun og þjónustu
þeirra stofnana sem undir Súluna heyra. Forstöðumaður er talsmaður Súlunnar og ber
ábyrgð á því að starfsemi skrifstofunnar sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Starfssvið:
■■ Ber ábyrgð á innleiðingu
verkefnastjórnunar sem
stjórnunaraðferð í starfsemi
Reykjanesbæjar.
■■ Ber ábyrgð á innleiðingu og vinnu
með stefnumótun Reykjanesbæjar á
verkefnasviði Súlunnar og fylgir eftir
verkefnum.
■■ Ber ábyrgð á því að efla og
samræma kynningar- og markaðsmál
Reykjanesbæjar.
■■ Ber ábyrgð á framkvæmd
þjónustusamninga Reykjanesbæjar við
ytri aðila á verkefnasviðum Súlunnar.
■■ Hefur umsjón með og vinnur að gerð
fjárhagsáætlana Súlunnar í samstarfi
við fagnefnd og aðra starfsmenn.
■■ Ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar fyrir
þau verkefni sem heyra undir Súluna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
■■ Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
■■ Menntun og reynsla á sviði
verkefnastjórnunar er skilyrði.
■■ Þekking og reynsla af þeim
málaflokkum sem undir starfið heyra.
■■ Þekking og reynsla af starfsumhverfi
sveitarfélaga og/eða opinberri
stjórnsýslu.
■■ Þekking á lögum og reglugerðum er
varða starfsemina.
■■ Mjög góð tölvukunnátta.
■■ Góð kunnátta í íslensku og ensku og
geta til að tjá sig í ræðu og riti.
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélags landsins með um 19 þúsund íbúa. Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna
sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarfélagsins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Við bjóðum góða starfsaðstöðu,
jákvætt andrúmslof og tækifæri til starfsþróunar.
Framtíðarsýn Reykjanesbæjar; Fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf.
Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, virðingu og eldmóði.
Við óskum eftir að ráða til okkar öflugt fólk til að ganga til liðs við stjórnendahóp bæjarins sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í
starfi. Það sem einkennir lykilstarfsfólk Reykjanesbæjar er teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum ásamt skipulagshæfileikum,
sveigjanleika og víðsýni.
2
9
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
4
-E
B
E
0
2
3
5
4
-E
A
A
4
2
3
5
4
-E
9
6
8
2
3
5
4
-E
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K