Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 29.06.2019, Qupperneq 52
góðum árangri. Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco, segir að þar fari f lugvöllurinn Schiphol í Amsterdam fremstur í f lokki. „Þeim hefur tekist rosalega vel upp. Þessi hugmyndafræði hefur líka verið til grundvallar á öðrum stöðum þar sem gríðarlega vel hefur tekist til, til dæmis í Frank­ furt, Seattle, Hong Kong og fleiri stöðum, en hvert land þarf að meta eigin samkeppnishæfni og skipu­ leggja flugborgina út frá sínum styrkleikum. Þar kemur Kadeco inn sem fékk það hlutverk af hendi ríkissjóðs að sinna þróun landsvæðisins. Kadeco var stofnað árið 2006 eftir að varnarlið Bandaríkjahers yfir­ gaf Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt lögum gegnir félagið tvíþættum tilgangi. Annars vegar er það að selja fasteignir varnarliðsins og koma í borgaralega notkun, hins vegar að þróa landsvæðið við flug­ stöðina. Félagið hefur lokið við sölu allra fasteigna á svæðinu og hafa því kaflaskil orðið í rekstr­ inum. Þá beri félaginu að stefna að jákvæðum samfélagslegum áhrifum við sitt verkefni og halda neikvæðum áhrifum í lágmarki. Kadeco sér um samskipti og ákvarðanatöku gagnvart sveitar­ stjórnum og öðrum stjórnvöldum vegna eigna á svæðinu. Félagið annast þar að auki rannsóknir á umfangi jarðvegsmengunar á svæðinu og nauðsynlega hreinsun á því. Við höfum unnið eftir þessari hug- myndafræði frá árinu 2009. Þannig að við erum nú þegar byrjuð að innleiða hana. Hlutverk Kadeco er að draga innlend sem alþjóðleg fyrirtæki að svæðinu sem eiga það sammerkt að þau myndu njóta góðs af nálægð við Keflavíkurflugvöll. Undir viljayfirlýsinguna skrifuðu fjármálaráðherra, fulltrúar frá Isavia, Reykja­ nesbæ og Suðurnesjabæ eins og segir í tilkynningu frá Kadeco, Þró­ unarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. Svæðið sem félagið hefur til umsýslu er eitt verðmætasta land­ svæðið í eigu ríkissjóðs. Stefnan sem Kadeco vinnur eftir grundvallast á hugmyndafræði Dr. John Kasarda sem kallast Aerotro­ polis eða flugborg. Hugmynda­ fræðin byggir á því „að skapa megi mikil verðmæti úr landi við flugvöll,“ eins og segir í tilkynn­ ingunni. Í f lugborginni má segja að flugvöllurinn sé segullinn sem laðar að mismunandi starfsemi, f lugtengda sem ótengda. Sem dæmi má nefna gagnaver, hótel, hátækniiðnað, menntastofnanir, dreifingarmiðstöðvar og fríversl­ unarsvæði, sem hagnast af nálægð við góðar flugtengingar og starf­ semi sem tengist f lugvellinum með einum eða öðrum hætti. Hlutverk Kadeco er að draga innlend sem alþjóðleg fyrirtæki að svæðinu sem eiga það sam­ merkt að þau myndu njóta góðs af nálægð við Keflavíkurflugvöll. „Flugvellir sem hafa rými til að vaxa laða að fjölbreytta atvinnu­ starfsemi. Þá styrkir öflugur flugvöllur með góðum tengingum innlenda starfsemi með auknum viðskiptatækifærum og atvinnu­ möguleikum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Erlendis hefur verið unnið eftir þessari hugmyndafræði með Þróa flugborg við Keflavíkurflugvöll Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf., stendur á merkilegum tímamótum í sögu félags- ins. Á miðvikudaginn var skrifað undir viljayfirlýsingu um þróun flugborgar við Keflavíkurflugvöll. Fulltrúar Isavia, sveitarfélaga og fjármálaráðherra skrifuðu undir viljayfirlýsinguna. Í þróun flugborgarinnar er stefnt að nýtingu auðlinda og styrkleika Íslands. Þetta er auðvitað gífurlegt landflæmi,“ segir Marta Jóns­dóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Svæðið sem Kadeco hefur til umráða er 60 ferkílómetrar að stærð. „Núna getum við farið að ein­ beita okkur að næsta fasa í þessu verkefni, sem er að þróa landið við flugstöðina sem við förum með fyrir hönd ríkisins. Þetta er eitt verðmætasta landsvæðið í eigu ríkissjóðs.“ Næst á dagskrá er að byggja upp viðskiptagarð sem byggir á hugmyndafræði Dr. John Kasarda um flugborgina eða Aerotropolis. „Við höfum unnið eftir þessari hugmyndafræði frá árinu 2009. Þannig að við erum nú þegar byrjuð að innleiða hana á svæð­ inu.“ Gagnaver fjárfesta fyrir milljarða króna Uppbygging flugborgarinnar reiðir sig að öllu leyti á að Kefla­ víkurflugvöllur haldi áfram að vaxa og dafna. „Okkar verkefni er að gera umhverfið í kringum flugvöllinn aðlaðandi, bæði við­ skiptalega og eiginlega. Við viljum að menn kjósi að staðsetja sín fyrirtæki og flugtengda starfsemi á þessum stað.“ Það eru mörg tækifæri í boði við Keflavíkurflugvöll fyrir fjöl­ breytta starfsemi. „Gagnaverin á Ásbrú eru einn hluti af þessari uppbyggingu,“ segir Marta en slík starfsemi þarf á greiðum flugleið­ um að halda. Gagnaverin Verne Global og þörungaverksmiðja Algalífs eru með starfsemi á Ásbrú að sögn Mörtu, en þau fyrirtæki eru skýr dæmi um ákjósanlega starfsemi á svæðinu. Verne Global og Algalíf hafa þegar fjárfest fyrir tugi milljarða króna á svæðinu. „Fleiri fyrirtæki af þessum skala, sem og hótelkeðj­ ur, dreifingaraðilar og hátækni­ fyrirtæki munu kjósa að staðsetja sig við Keflavíkurflugvöll ef lagt er Velgengni flugvallarins er lykill að uppvexti á svæðinu Flugborgir erlendis hafa þróast í já- kvæða átt og skilað hagsæld. Möguleikarnir á fjölbreyttri starf- semi við flugvöll- inn eru margir að sögn Mörtu Jóns- dóttur. af stað í þetta risavaxna verkefni á réttum forsendum,“ segir Marta. Kjörið fyrir stóra dreifingar- miðstöð Fyrsta þróunarverkefni Kadeco á svæðinu var menntastofnunin Keilir sem býður upp á fjölbreytt nám á borð við flugnám, íþrótta­ akademíu og háskólabrú. Sam­ kvæmt Mörtu hefur það komið í ljós með byggingu flugborga erlendis að sterk menntastofnun sé nauðsynleg á slíkum svæðum. Marta segir að landsvæðið sé kjörið fyrir stóra dreifingarmið­ stöð á borð við Amazon vegna landfræðilegrar staðsetningar Íslands. „Þegar fram í sækir viljum við sjá slíka starfsemi á þessu svæði.“ Næsta skref hjá Kadeco er að greina hvers konar starfsemi væri ákjósanlegust á svæðinu, með tilliti til staðsetningar Íslands og auðlinda sem hér eru að finna. Eftir það verður búin til markaðs­ áætlun til að sækja fjárfestingu inn á svæðið, bæði innanlands og utan í samstarfi við Íslandsstofu . „Við ætlum að efna til hugmyndasam­ keppni á meðal arkitekta, væntan­ lega á Evrópska efnahagssvæðinu. Eftir það verða lögð drög að útliti svæðisins. Þá verðum við búin að ákveða hvaða starfsemi við erum að fara að sækja inn á svæðið.“ Áætlað er að fimm ár fari í að leggja drög að útliti svæðisins með tilliti til starfseminnar sem verður þar og vinna þá greiningarvinnu sem nauðsynleg er, en að vonandi verði styttra í að sýnilegur árangur verði af þeirri vinnu. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RKEFLAVÍKURVÖLLUR 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -E 6 F 0 2 3 5 4 -E 5 B 4 2 3 5 4 -E 4 7 8 2 3 5 4 -E 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.