Fréttablaðið - 29.06.2019, Síða 54

Fréttablaðið - 29.06.2019, Síða 54
Við höfum rekist á alls konar veggi og höfum gert ýmis mistök en aldrei sömu mistökin tvisvar. Oddur Hjaltason Oddur Hjaltason, eigandi Baseparking, segir að stefnan sé að taka við 20 þúsund pöntunum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þegar við byrjuðum vorum við bara tveir að hlaupa um með lykla og vissum varla hvernig hlutirnir virkuðu. Núna erum við með 14 manns í vinnu og við stefnum á 20 þúsund pantanir í ár,“ segir Ómar Hjaltason, eigandi Baseparking í Keflavík. Fyrirtæki hans hefur vaxið hratt frá því það var stofnað þann fyrsta júlí 2017. Fyrirtækið tekur við bílum frá kúnnum sem eru á leiðinni í f lug og leggur þeim í bílastæði sitt við Ásbrú. Þar býður fyrirtækið upp á alls konar þjón- ustu eins og dekkja- og olíuskipti auk smærri viðgerða og fleira. „Við bjóðum upp á næstum því alla þjónustu sem flesta vantar. Bón og alþrif eru algengasta beiðnin þannig að fólk getur nýtt fríið sitt á meðan það er verið að dytta að bílnum. Við erum líka með samning við Frumherja þannig að hægt er að skoða bílinn á meðan viðkomandi er erlendis. Við höfum ekki enn fengið beiðni sem við segjum nei við. Við getum keyrt bílinn til Reykjavíkur ef makinn þarf að nota hann og þá gerum við það. Við höfum gert ýmislegt á þessum tveimur árum og alltaf sagt já við fyrirspurnum.“ Ómar segir að það hafi ýmislegt gengið á í byrjun. Þá var mikið álag og mikil keyrsla. „Þegar við byrj- uðum og vorum búnir að vera viku í rekstri þá vorum við með 250 bíla og 80 prósent af þeim voru af Toyota-gerð þar sem enginn lykill var merktur. Það voru 30 bílar að fara út daginn eftir og við eyddum næstu dögum í að merkja lyklana og koma upp kerfi. Við höfum rekist á alls konar veggi og höfum gert ýmis mistök en aldrei sömu mistökin tvisvar. Það er búið að vera lykillinn að því að kúnninn fyrirgefi okkur ef eitthvað kemur upp á. Við sváfum örugglega ekki nánast í hálft ár í byrjun. Við rétt náðum að leggja okkur í tvo tíma eftir kvöldflugin áður en morgun- flugin byrjuðu. Þetta voru langir dagar í byrjun og mig minnir að við höfum ráðið inn fyrsta starfs- manninn eftir fáeina mánuði. Þá gat maður náð smá svefni. Starfs- mennirnir eru orðnir 14 í dag. Þetta er búið að vera smá hark en ákaflega skemmtilegt.“ Stefnan sett á Norðurlönd Ómar segir að fyrirtækið sé í viðskiptahraðli Arion banka og ýmislegt sé í deiglunni eins og að fara með þjónustuna til Norður- landa. „Þegar við vorum að byrja var Isavia að auglýsa að bílastæðin þeirra væru full. Við gátum aldrei ímyndað okkur að þetta yrði svona vinsælt því við vorum að búast við 20 bílum eftir viku en vorum með 250. Þannig að við hittum á góðan tíma fyrir þessa þjónustu. Milli 2017 og 2018 var 600 pró- senta aukning á pöntunum sem er svolítið sturlað. Það var erfitt að halda utan um þá aukningu en tókst að lokum. Það er enn þá vöxtur frá fyrra ári og við teljum okkur eiga nóg eftir. Við eigum enn pláss á okkar bílaplani þó við séum alltaf að reyna að finna fleiri stæði því þetta er allt að fyllast.“ Eitt sem hefur einkennt Baseparking er persónuleg og góð þjónusta en Ómar segir að margir kúnnar fyrirtækisins þekki starfsmenn hans með nafni. Það sé góður gæðastimpill. „Ég held að besta dæmið sé að kúnninn komi aftur og aftur. Fólk vill versla við fólk sem mætir þeim með bros á vör. Það er meira að segja þann- ig að nokkrir af okkar kúnnum þekkja okkar starfsmenn með nafni og taka spjall. Ég held að sá kúnni sem hefur komið oftast til okkar hafi komið 70 sinnum á tveimur árum.“ Höfum ekki enn sagt nei við fyrirspurn Baseparking í Keflavík verður tveggja ára á mánudag. Fyrirtækið hefur vaxið hratt en í byrjun sváfu stofnendur þess nánast ekki í þrjá mánuði. Í dag er það með 14 starfsmenn og stefnir á að taka við tuttugu þúsund pöntunum. Eitt sem hefur einkennt Baseparking er persónuleg og góð þjónusta. 12 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RKEFLAVÍKURVÖLLUR 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -E 2 0 0 2 3 5 4 -E 0 C 4 2 3 5 4 -D F 8 8 2 3 5 4 -D E 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.