Fréttablaðið - 29.06.2019, Page 56

Fréttablaðið - 29.06.2019, Page 56
Það er ótal verk að vinna í Árbæjarsafni á sunnudaginn. Í gamla daga voru börn landsins hlaðin störfum en samt fundu þau sér tíma til að leika sér og njóta sumars. Því er áhugavert fyrir börn og fjölskyldur þeirra að kynnast starfsháttum fyrri tíma á viðburðinum Verk að vinna! í Árbæjarsafni og sjá hvernig lífið var fyrir tíma nútímaþæginda eins og rennandi vatns úr krönum, þvottavéla og ryksuga. Krakkar eru hvattir til að mæta og prófa að bera vatn eins og vatnsberi, sópa með strákústi og sækja hrís til eldiviðar. Messað verður í fallegu safns­ kirkjunni í Árbæjarsafni klukkan 14. Prestur verður séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson og organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Safnið er opið frá klukkan 10 til 17 en smiðjurnar standa yfir frá klukkan 13 til 16. Heitt verður á könnunni í Dillonshúsi og heim­ ilislegar veitingar. Aðgangur er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og menn- ingarkortshafa. Verk að vinna! Að bera vatn er góð skemmtun. RVK Fringe Festival hefst í dag og stendur yfir til 6. júlí. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Um það bil 100 sýningar á yfir 17 stöðum í borginni verða sýndar yfir 250 sinnum á meðan á hátíðinni stendur. Dagskráin er fjölbreytt, hún hefst formlega með opnunarpartíi á Hlemmi Square í kvöld. Á morgun verður skrúð­ ganga niður Laugaveginn ásamt listamönnunum sem koma fram á hátíðinni. Boðið verður upp á sirkuslistir, dragsýningu, ljóðalest­ ur, uppistand, spunaleik, kabar­ ett, danssýningar, listgjörninga, tónleika af ýmsum toga og margt margt f leira. RVK Fringe Festival er fjöllista­ hátíð þar sem jaðarlistahópar víða úr heiminum sýna listir sínar. Í ár er boðið upp á þá nýjung að halda námskeið fyrir 13 til 19 ára unglinga í leiklist, dansi, uppi­ standi, trúðsleik, hönnun og markaðssetningu. Námskeiðið kallast Youth Fringe og er haldið alla daga frá 1. til 5. júlí. Laugar­ daginn 6. júlí verður svo sérstök Youth Fringe sýning í Tjarnarbíói sem er öllum opin. Allar nánari upplýsingar um há- tíðina er að finna á vefsíðunni rvkfringe.is. Fjöllistasýningar um alla borg Borgarsögusafn Reykjavíkur býður upp á skemmtilega sögugöngu með Stefáni Páls­ syni sagnfræðingi á sunnudag sem ætlar að þramma með gesti í þorpið á austurhluta Viðeyjar. Þar var áður blómleg byggð og líf og fjör í öllum húsum, sem kemur mörgum á óvart því nú standa þar húsarústir og fátt sem minnir á hið iðandi líf fyrri tíma. Á þessum hluta eyjarinnar var fyrsta haf­ skipabryggja Faxaflóasvæðisins reist og mikil fiskvinnsla kom í kjölfarið svo fólk hafði þar næga vinnu. Stefán fræðir göngugarpa um þessa áhugaverðu sögu. Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 13.15. Þeim sem vilja fá sér léttan hádegisverð í Við­ eyjarstofu fyrir sögugönguna er bent á að taka ferjuna kl. 12.15 en einnig er upplagt að setjast þar inn í kaffi að göngu lokinni. Sögugangan er gestum að kostn- aðarlausu en greiða þarf ferju- gjaldið – 1.600 kr. fyrir fullorðna, 1.450 kr. fyrir eldri borgara og nemendur og 800 kr. fyrir börn 7-17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Söguganga í Viðey Stefán Pálsson verður í stuði sem fyrr. Á hátíðinni verður trúðanámskeið. NORDICPHOTOS/GETTY 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -C E 4 0 2 3 5 4 -C D 0 4 2 3 5 4 -C B C 8 2 3 5 4 -C A 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.