Fréttablaðið - 29.06.2019, Page 64

Fréttablaðið - 29.06.2019, Page 64
Útför Herdísar Maríu Jóhannsdóttur fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 3. júlí klukkan 15.00. Guðný Harðardóttir Guðjón Ármann Jónsson Guðrún Auður Harðardóttir Erla Ruth Harðardóttir barnabörn og langömmubörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Gunnsteinn Ólafsson er listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bluegrass-hljómsveitin Strá-kurr er meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni. Árlega er haldin tónlistar-hátíð á Siglufirði sem hefur það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðar-brota. Á hátíðinni hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ætíð í öndvegi. Hátíðin stendur frá miðviku- degi til sunnudags fyrstu heilu vikuna í júlí ár hvert. Gunnsteinn Ólafsson hefur verið list- rænn stjórnandi hátíðarinnar frá upp- hafi. Hann segir hátíðina vera í undir- búningi árið um kring. Helstu drættir dagskrár liggja fyrir um áramót þótt þungi undirbúnings sé á vordögum. „Markmið hátíðarinnar er að hvetja ungt fólk til að takast á við þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Það þarf að gefa þeim færi á að koma fram og koma þeim á sporið,“ segir Gunnsteinn. Hann segir að í ár sé margt efnilegt fólk á ferðinni. Listamenn frá Banda- ríkjunum, Noregi, Þýskalandi og Finn- landi koma fram á hátíðinni auk fjöl- margra íslenskra listamanna. Á meðal flytjenda eru Gyða Valtýsdóttir tónskáld sem nýlega var tilnefnd til Tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs, Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari, þjóðlaga- sveitin Umbra og bluegrass-hljómsveitin Strá-kurr. Frá Noregi koma góðir gestir. Þjóðlagasveitin Felaboga (fiðlubogi á norsku) leikur saknaðarsöngva norskra innflytjenda í Bandaríkjunum og söng- konan Johanna Zwaig og fiðluleikarinn Ragnar Heyerdahl leika og syngja ástar- og baráttusöngva úr öllum heimshorn- um. Ný íslensk kórtónlist verður flutt af kórnum Klið, en hann er einkum skip- aður söngelskum tónskáldum. Vikivaka- dansar verða kenndir og slegið verður upp bandarísku sveitaballi. Þá leikur Steiney Sigurðardóttir sellókonsert Dvo- ráks með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á tónleikum í Siglufjarðarkirkju undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar, list- ræns stjórnanda hátíðarinnar. Auk ýmissa tónleika er boðið upp á margs konar námskeið fyrir börn og fullorðna auk þjóðlagaakademíunnar þar sem kennd er íslensk og erlend þjóð- lagatónlist. Á stökum námskeiðum kennir Jelena Ćirić serbneska þjóðlaga- tónlist, bandaríski söngvarinn Paul Kirby heldur námskeið í bandarískri bluegrass-tónlist og Tómas Manoury opnar heim yfirtónasöngs fyrir gestum hátíðarinnar. Örlygur Kristfinnsson heldur námskeið um húsin á Siglufirði og loks stendur Anna Jónsdóttir söng- kona fyrir þjóðlaganámskeiði fyrir börn á aldrinum 5-11 ára. Gunnsteinn segir að áætla megi að um tvö þúsund miðar verði seldir. Margir þeir sem sækja tónlistarhátíðina séu að sækja fleiri en eina tónleika, jafnvel alla. Nánari upplýsingar eru á vef hátíðar- innar er www.siglofestival.com. david@frettabladid.is Tónveisla á Siglufirði Ástkær eiginmaður minn, Hafsteinn Steinsson rennismiður frá Hrauni á Skaga, síðast til heimilis að Suðurlandsbraut 58, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 25. júní sl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. júlí kl. 13. Kristín Þórdís Davíðsdóttir Ást og uppreisn er þema tuttugustu þjóðlaga- hátíðarinnar á Siglufirði sem haldin verður dagana 3.-7. júlí. 1561 Eiríkur 14. er krýndur konungur Svíþjóðar. 1613 Leikhús Shakespeares, The Globe í London, brennur til kaldra kola eftir að neisti barst úr fallbyssu við sýningu á Hinriki 8. 1632 Gísli Oddsson er kjörinn Skálholtsbiskup á Alþingi. 1700 Friðriki 5. konungi unnir trúnaðareiðar á Alþingi. 1802 Fyrsti dómur Landsyfirréttar er kveðinn upp. 1912 Nýja bíó í Reykjavík hefur kvikmyndasýningar á Hótel Íslandi. 1941 Flutningaskipinu Heklu sökkt á leið frá Íslandi til Banda- ríkjanna. Talið var að þýskur kafbátur hefði verið að verki. Fjórtán manns fórust en sex björguðust eftir tíu sólarhringa hrakninga á fleka. 1952 Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti Íslands. 1974 Isabel Perón verður forseti Argentínu eftir lát eiginmanns síns, forsetans Juans Perón. 1976 Seychelleseyjar fá sjálfstæði frá Bret- landi. 1980 Vigdís Finnbogadóttir er kjörin for- seti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum til að verða þjóðkjörinn þjóðhöfðingi. 1996 Ólafur Ragnar Grímsson er kjörinn forseti Íslands. 2006 Konur fá kosningarétt í Kúveit. 2007 Snjallsími Apple, iPhone, kemur á markað í Bandaríkjunum. Merkisatburðir 1612 Eldgos brýst út í Kötlu. 1890 Landshöfðingi vígir fyrsta síma sem lagður var á Íslandi á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Í Fjallkonunni er fyrirbærið kallað „málþráður“. 1902 Landakotsspítali er tekinn í notkun, hann er reistur og rekinn af Sankti Jósefssystrum. 1923 Walt Disney stofnar Disney-fyrirtækið ásamt bróður sínum 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -C 4 6 0 2 3 5 4 -C 3 2 4 2 3 5 4 -C 1 E 8 2 3 5 4 -C 0 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.