Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 66
Lestrarhestur vikunnar Viðar Nói Hansson Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlest- urs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Myndasögu- bækur eins og Dagbók Kidda klaufa. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Kidda klaufa og sumarfríið hans. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Örugglega nýjustu Kidda klaufa bókina. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Ég mundi skrifa sögu um mig í sama stíl og Kiddi klaufi er. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Umhverfis Ísland í 30 tilraunum eftir Ævar var lengi í miklu uppá- haldi. Ferðu oft á bókasafnið? Ég mætti vera duglegri, þarf að finna bókasafnskortið mitt aftur. Hver eru þín helstu áhugamál? Tölvuleikir, að teikna og gera sögur. Í hvaða skóla ertu? Vestur- bæjarskóla. Brynhildur Helga Róbertsdóttir, níu ára, er að lita þegar hún er tekin tali. Hún segir það skemmti- legt, en samt ekki það skemmti- legasta. Hvað er þá mest gaman að gera?  Mest finnst mér gaman að vera í fótbolta. Nú, ertu fótboltastelpa? Næsta haust ætla ég að fara að æfa fót- bolta fyrir alvöru, núna er ég mest að leika mér á skólavellinum við Kársnesskóla. Með hvaða félagi ætlarðu að æfa? Ég held að ég byrji með Breiða- bliki. Ferðu stundum í sund? Ég var í svona sundlotum í skólanum, þá löbbuðum við í laugina og syntum alls konar, baksund og skriðsund. En skemmtilegustu rennibrautir sem ég hef farið í eru á Akureyri, ein liggur alveg beint niður, maður rennur eiginlega ekki neitt, bara hoppar í vatnið! Leikur þú þér með dúkkur? Ég leik mér stundum með dúkkur með Emilíu, vinkonu minni, en annars bara ekki. Áttu margar? Ég held ég eigi svona tíu vinkonur. Hvað ætlarðu helst að gera í sumar? Veit ekki. Aðallega bara vera heima og leika við vinkonur mínar. Hefurðu farið til útlanda. Já, nokkrum sinnum til Krítar og nokkrum sinnum til Majorka. Mér fannst betra á Krít. Það eru skemmtilegri strandir þar og líka ókeypis bátar sem maður getur farið á og siglt á sjónum. Eru dýr á heimilinu þínu? Við áttum fiska en þeir dóu einn og einn og fóru bara í klósettið. Svo fengum við okkur tvo ketti og þeir fóru svo illa með rúmfötin að við hættum með þá svo nú eigum við engin dýr. Ertu eitthvað farin að velta fyrir þér hvað þig langar að verða þegar þú verður stór? Ég veit ekkert hvað ég ætla að verða, ég ætla bara að verða mamma. Mig langar líka að leika í leikriti en maður þarf samt örugglega að æfa sig mjög mikið. Fiskarnir fóru bara í klósettið Viðar Nói hlakkar til að lesa bókina sem hann fékk, Kennarinn sem hvarf. Brynhildur veit ekkert hvað hún ætlar að verða – annað en mamma. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Lausn á gátunni Refur? Konráð horfði hugsi á gátuna. „Hverskonar gáta er nú þetta?“ „Örugglega eitthvað til að rugla mann og plata,“ sagði Kata snúðug eins og venjulega. „Alltaf verið að plata mann,“ bætti hún við. Lísaloppa las leiðbeiningarnar fyrir gátuna. „Þetta er orðagáta og hér stendur,“ las hún. „Búið er að rugla stöfunum í nöfnum nokkra dýra í hverri línu. Ef þú getur raðað þeim rétt í kassana, mynda stafirnir í hringjunum nafn dýrs ef lesið er niður. Konráð á ferð og flugi og félagar 359 UTNA TKRUÖT UÁKRF UDNRUH GULER Getur þú ráðið orðaru glið og séð hvað a dýr þetta eru? ? ? ? ? ? 2 9 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 2 9 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 4 -B 0 A 0 2 3 5 4 -A F 6 4 2 3 5 4 -A E 2 8 2 3 5 4 -A C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.