Ófeigur - 15.04.1948, Page 4

Ófeigur - 15.04.1948, Page 4
4 ÓFEIGUR V. Þegar áramótagrein Hermanns kom út, varð honum það að happi, að hún var lesin af fáum. Menn bjugg- ust við litlu og leizt svo á greinina, að hún væri löng og þokukennd þvæla og létu ávarpið ólesið í ruslakist- una. En athugulir menn fundu, að hér var sjaldgæf perla, grein sem markaði tímamót i sögu landsins. Og þegar boðorðin birtust glögglega afmörkuð í Ófeigi, óx umtal um greinina, og mun hún hér eftir verða ógleym- anleg, ekki aðeins í sambandi við höfundinn og örlög hans, heldur við það tímabil, þegar Islendingar urðu í nokkra mánuði tiltölulega ríkasta þjóð í heimi, og féllu síðan með skyndingu niður í þá fátækt, að eiga tæplega fyrir útför sinni. Það virðist í stuttu máli vera hinn varanlegi dómur um boðorðagreinina, að þar sé mest samankomið af heimsku, ósannindum, þekkingarleysi, gorgeir og rót- arskap gagnvart samherjum, sem nokkurntíma hafi ver- ið sett í eina blaðagrein á fslandi. Og þeir þættir grein- arinnar, sem ekki eru með öllu ósannir eða með öllu rangir, eins og t. d. um ágalla á samstarfi flokka eða hve flokksblöðin séu nú múlbundin, voru samt óhæfa í hans munni, af því, að um framkvæmd þess skipulags, sem leiddi til ágallanna, er hann allra mann sekastur. Öllum, sem lásu boðorðin, var ljóst, að þau voru dauða- dómur þess manns, er hafði samið þau, og að hann hafði af fúsum og frjálsum vilja kveðið upp þann dóm sjálfur. VI. Síðan boðorðin komu í hendur almenningi, hefur það orðið mönnum ærið umhugsunarefni, hvernig maður með langa skólagöngu, og nokkuð fjölbreytta reynslu við félagsmál getur lagt fram fyrir alþjóð manna í landinu svo ótvíræða sönnun um vöntun þeirrar dóm- greindar og þess þroska, sem gert er ráð fyrir að ná- ist með bókfræðinámi og ábyrgðarstörfum. Boðorða- málið er að vissu leyti merkilegur atburður. Hermann hefur hlotið allháa einkunn í menntaskóla og við burt- fararpróf úr lagadeild. Meðan Framsóknarflokkurinn var lífræn heild og stofnendur og áhugamenn lögðu honum til nýtileg málefni, gat Hermann í þinginu átt orðastað við röska andstæðinga, án þess að á hann hallaði á áberandi hátt. Á sama hátt afgreiddi hann

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.