Ófeigur - 15.04.1948, Síða 11

Ófeigur - 15.04.1948, Síða 11
ÓFEIGUR 11 ganga milli ungra Mb. manna og ung-kommúnista. Var sá leikur háður á lofti Mjólkurstöðvarinnar. Fram að þessu hafa kommúnistar að öllum jafnaði undirbúið slíka fundi betur en aðrir. En nú höfðu andstæðing- amir lært af þeim listirnar. Var ungum Sjálfstæðis- mönnum safnað í smáhópa hér og þar í bænum og liðs- kosturinn síðan fluttur í stórum bifreiðum í nánd við fundarstaðinn. Þaðan gengu hóparnir inn á loftið og voru kommúnistar ekki komnir til mótsins. Myndaði sjálfstæðisliðið fleyg eftir miðju húsinu, og var til- gangurinn sýnilega sá, að kijúfa söfnuð Stalins í tvo hluti, ef til átaka kæmi. Voru síðan haldnar æsinga- ræður á báða bóga og mátti engan mun gera á hátt- prýði eða orðbragði. Sjálfstæðismenn voru miklu lið- fleiri og létu f júka stóryrði sem þeim þóttu við eiga. Fund urinn var marklítill að öðru leyti en því, að í þetta sinn var beitt við kommúnista þeim aðferðum, sem þeir hafa, fram að þessu, notað til að brjóta á bak aftur mótstöðu lýðræðismanna. Eru slíkar aðferðir ekki eftir- sóknarverðar, nema þegar verið er að kenna kommún- istum austræna menningu. XVII. Stefán Pétursson ritstjóri lét mikið jrfir framgöngu stúdenta í frelsismálum þjóðarinnar eftir þessa fundi. Þetta er þó vafasamara heldur en ritstjórinn hyggur. Vemdun tungunnar hefur að langmestu leyti hvílt á herðum sveitafólksins og þangað leituðu viðreisnar- mennirnir að þeim lindum, sem aldrei hafa þornað. Hið sanna er að á ýmsum tímum hafa stúdentar og háskóla- borgarar staðið í fylkingarbrjósti um frelsismálin en þar er þó mikill frádráttur. Stefán álítur skjólstæðinga Rússa hér á landi hreina föðurlandssvikara og á um- ræddum fundum var þriðjungur með því eyrnamarki. Nálega allir forkólfar fimmtuherdeildarinnar á íslandi hafa tekið stúdentspróf, ef undan er tekinn Þóroddur, bekkjarbróðir Gottwalds. Þegar unnið var að skilnað- armálinu gengu fyrst fram 60 og síðar 270 undirskrif- endur, nálega allt gamlir og nýir stúdentar, og gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að hindra frelsistökuna. Ef meira þyrfti með til að sanna, að stúdentar hafa allmisjafna fortíð í sambandi við frelsismálin, mætti benda á, að meðan Danir höfðu hér konungskjörna

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.