Ófeigur - 15.04.1948, Page 16

Ófeigur - 15.04.1948, Page 16
16 ÖFEIGUR 500 þús. kr., auk þess sem þangað safnaðist, jafnframt heiðarlegum gestum, hinn mesti óþjóðalýður, meðan kommúnistar höfðu þar forystu, og fluttu þeir burtu mikið af eignum gistihússins og veit enginn, hvar þessir hlutir eru niður komnir. Ekki hefir Eysteinn enn heimt- að réttarrannsókn út af þessum misfellum, en í umræð- unum játaði hann, að ef ekki yrði greidd milljónaskuld- in fyrir flugþjónustuna, yrði hún að hætta. XXV. Þegar Áki tók við flugvellinum, notaði hann sér væru- girni borgaranna. Þeir vildu hafa flugvöll við bæjar- vegginn. Hann vildi eyða peningum þjóðarinnar og flæma Bandaríkin úr allri flugaðstöðu í landinu. Hann notaði sér í þessu efni ókunnugleika og kommúnisþa- hyggju Teresíu veðurstofustjóra. Eiga hún og Áki sameiginlega heiðurinn fyrir að hafa samningslaust ausið út milljónum til erlendra þjóða fyrir veðurþjón- ustu og loftskeytamenn. Nú leggur Teresia til, að landið taki að sér svo kallaðar háloftsrannsóknir, sem Banda- ríkjamenn framkvæma í Keflavík og kosta ógrynni fjár. Eina færa Ieiðin, er að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni og nota minni flugvöllinn í Keflavík fyrir innanlandsflug, en koma hinni almenn flugþjón- ustu á Atlantshafi yfir á herðar Bandaríkjamanna, meðan þeir hafa bækistöð í Keflavík. Nú kemur að kalla má, engin borgandi erlend flugvél á völlinn í Vatns- mýrinni. Öll útgjöld til þess vallar leggjast á innlenda notendur. Ofan á það bætist svo milljónaskuld Áka og háloftavísindi Teresíu. XXVI. Hermann Jónasson hefur átt þátt í að semja einkenni- lega bók með íslenzkum kommúnistum og nazistum. Er kallað, að bókin snúist um dvöl Breta og Banda- ríkjamanna á íslandi á stríðstímanum. Þar er allt, sem unnt, er fært til frádráttar vesturveldunum, en kom- múnistar og nazistar hafnir til skýja. Er bókin full af Ijósmyndum af óróaseggjum byltingarflokkanna beggja og af munum, sem þeim hafa tilheyrt og látið eins og þar væru helgir dómar. Er sagt greinilega frá hugsun- um Hermanns, nóttina þegar Bretar komu, en nazist- ar bæjarins Iágu þá á bæn um að hingað kæmu þýzkar

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.