Ófeigur - 15.04.1948, Side 24

Ófeigur - 15.04.1948, Side 24
24 ÓFEIGUR Barði og Gylfi. Á móti voru allir Mbl.-menn og kratar, en málið komst þó til efrideildar og fékk þar fáa og leiðinlega lífdaga. Hannibal stóð þar með Hermanni og Brynjólfi, en Bjarni B. og kratar voru 9 móti 8. Var allt útreiknað fyrirfram, að Eysteinn og menn hans skyldu fylgja Sigfúsi fast í neðrideild, til að sýna kjós- endum vaskleik sinn. f efrideild skyldi málið lognast út af, án eftirmæla í blöðunum. Þetta eiga að heita klók- indi, og þeir klóku halda, að kjósendur sjái ekki bak við leiktjaldið. En það er öðru nær. Kjósendur vita flest af því, sem á að leyna fyrir þeim, og vinsældir Ófeigs stafa alveg sérstaklega af því, að þar er lesend- um oft réttur sá þráðarendi, sem þeim þykir sig vanta. Pólitískt pukur er æfinlega merki um slæman málstað og minnimáttarkennd. Ef Eysteinn hefði þorað að segja samvinnumönnum sannleikann í þessu máli, mundi hann hafa sparað sér mikið erfiði við laumuspil Her- manns og Sigfúsar. Skynsamir menn hefðu fallizt á og metið nauðsyn borgaralegra samtaka, ef þeim hefði verið flutt málið hreinlega. Til að fá aðstöðu til að losna við bolsivika úr landstjórninni, varð að gera í bili griðasáttmála milli kaupfélaga og kaupmanna um að að láta að mestu gilda gömul landamæri. En vel má það vera samvinnumönnum um allt land umhugsunar- efni, hversu komið er málum þeirra, að mestu flóða- labbar alþingis, hafa stærstu málefni þeirra að leikfangi. XXXIII. Hermann hefir mjög uppi ráðagerðir að færa út ríki sitt, skipta um nafn á flokknum, afneita fortíð hans, en fá inn í nýsköpunina Gylfa, Barða, Hannibal, Sig- fús, Jónas Haralz og það, sem þeim kynni að fylgja. Talað er um, að þessi blanda gæti heitið Lýðveldis- flokkur, af því að lýðveldið er komið og til að safna undir merkið þeim frumefnum, úr verkamannaflokk- unum, sem hallast að einræði. Hermann hugsar ekki um málefni, heldur atkvæði, í sambandi við valdabar- áttu. Hann sér fólkið f jölmenna úr sveitunum, einkum til Reykjavíkur. Til að fullnægja þörf þess, er Tíminn gerður að dagblaði og byrjað að ræða sérstaklega um síld. Þessi flokksmyndun getur átt mikinn rétt á sér, ef með því tækist að sameina „rótlaust þangið“, sem er framvörður bolsivismans. Hitt er vafasamt, hvað þeir

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.