Ófeigur - 15.04.1948, Side 27

Ófeigur - 15.04.1948, Side 27
ÓFEIGUR 27 skoðanir þessara tveggja manna munu hafa verið mjög ólíkar. # # # Einn af vinum Eysteins Jónssonr hélt því fram 1938, að samstarfsmenn þessa ,,gistivinar“ ættu að draga sig í hlé, til að skyggja ekki á hann. Eysteinn virðist hall- ast eindregið að þeirri skoðun, að hæfari mennirnir eigi að „gufa upp“ vegna hinna miður hæfu. Þetta kallar dr. Helgi Péturs, ,,the infernal line of evolution" eða hina helvízku þróun. Öll svartalistastarfsemi er byggð á þessari stefnu. Nýtt dæmi um þetta nýnæmi er kunn- ugt úr sögu norðlenzku mjólkurbúanna. Þau eru nú fjögur: á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Húsa- vík. Þessi bú áttu að kjósa einn fulltrúa í nefnd fyrir búin. Á þrem stöðum var iðjan ný og starfsfólkið nýliðar. Á Akureyri var mjólkurbúið 20 ára og stofn- andi þess forstöðumaðurinn, Jónas Kristjánsson, er brautryðjandi í íslenzkri mjólkuriðju, hinn glæsilegasti og áhrifamesti. Til hans hefir verið leitað með ráð og föðurlega hjálp frá öllum, sem verið hafa starfandi við mjólkuriðju, síðan búið á Akureyri tók til starfa. Hann var allra manna sjálfsagðastur í hverja íslenzka nefnd trúnaðarmanna í mjólkurmálum. En þegar norð- lenzku búin áttu að velja sér trúnaðarmann, fylgdu þau skuggakenningu Eysteins. Jónas á Akureyri skyggði á hina, sem minna gátu. Þess vegna voru fulltrúar af Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík sammála um eitt: að útiloka eina manninn í þeirra hóp, sem bar af í því verki, sem hér átti að vinna. Og þeir stóðu við þessa ákvörðun. # * *= Eyfirðingar hafa líka á öðrum vettvangi kynnzt hinu öfuga úrvali. Eysteinn Jónsson virðist hafa ásett sér að verða formaður Sis. Á aðalfundi Sambandsins á Ak- ureyri 1944 dró hann saman lið frá kommúnistum og „gistivinum" úr Framsókn, til að fella Vilhjálm Þór sem varaformann. Þetta tókst ekki í það sinn. En þegar Vilhjálmur varð forstjóri, ætluðu kaupfélagsmenn að kjósa Jakob Frímannsson í hans stað. Fór vel á því að einn hinn slyngasti og áhrifamesti kaupstjóri yrði fyrir valinu. En Eysteinn hafði ekki gleymt sjálfum

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.