Ófeigur - 15.04.1948, Page 30

Ófeigur - 15.04.1948, Page 30
30 ÓFEIGUR í vetur fór öðruvísi. Sálmaskáldið gerði útrás í Tím- anum á Hallgrím Benediktsson stórkaupmann. Hall- grímur er gamall glímukappi, en friðsamur og óáleit- inn. En nú svall honum móður, svo að hann hóf Hall- dór skáld upp á bringu sér og lagði hann niður afsíðis. Þá fann Eysteinn til skyldunnar, þar sem hann var orð- inn æðsti maður kaupfélaganna og sveif á heildsalann, en fékk sömu útreið. Hvorugur kunni að glíma fyrir samvinnufélögin. Eru félögin nú á ritvellinum líkt sett eins og bóndi með ógirt tún, og mun svo verða meðan skuggakenning Eysteins er í heiðri höfð. Ekki er mál félaganna tapað, þó að sálmaskáldið og Eysteinn dugi lítt til harðræða. Samvinnufélögin eru gömul og gróin. Þau hafa látið verkin tala og þau gera það enn. Yfirburðir þeirra á verzlunarsviðinu verða nú þeirra bezta vörn. En raunalegt var fyrir þá, sem muna upphaf og langa þróun samvinnuhugsjónanna, að sjá haldið á málstað þeirra af augnaþjónum. # # # Gylfi Gíslason hefur beðið Kirkjublaðið að endur- prenta ósannindi sín um Bessastaði. Ásakar hann húsa- meistara ríkiseins fyrir að hafa eytt fram úr áætlun í viðgerð kirkjunnar. Gylfi virðist ekki vita, að æðstu stjórnarvöld landsins eyða í Bessastaði 5 milljónum úr ríkissjóði, án þess að leita þingheimildar. Hagfræð- ingurinn Gylfi er svo fáfróður um þingstjórn, að hann sér ekki, að hér um er að ræða fágæt þingstjórnar- mistök, frá hálfu valdhafa landsins. Þegar húsameistari hefur talið, vegna sparnaðar, að notast mætti við þak kirkjunnar, þá koma æðstu valdamenn landsins og heimta nýtt þak, þó að verkið kosti 130 þús. kr. Síðan er komið með nægilegt fé úr ríkissjóði, og á þann hátt ferðast milljónirnar, hver af annarri suður yfir Skerja- fjörð, allar eftir beinum fyrirmælum þjóðarleiðtoganna og alltaf umvafðar þögn hins málgefna en svefnsæla fjárhagsmeistara, Gylfa Gíslasonar. * * * Fyrir nokkrum vikum var kjörtími minn í banka- ráði Landsbankans liðinn. Eysteinn vildi komast í sæt- ið og sagði, eins og um önnur launuð aukastörf, að hann þyrfti kaupgjaldsins með. Hér voru þó dýpri ráð.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.