Ófeigur - 15.12.1950, Page 2

Ófeigur - 15.12.1950, Page 2
2 ÓFEIGUR skörungum íhaldsmanna, sem áður þóttu ófærir til allrar samvinnu. Hafði Eysteinn látið kveða svo fast að orði um spillingu Jóhanns í Eyjum, dagana áður en þeir settust á sameiginlegan ráðherrabekk, að ef satt hefði verið, mátti teljast óhugsandi fyrir sóma- kæran mann, að samneyta svo illa tömdum syndara. En Eysteinn var mjög ánægður yfir hægristjórn með Bjarna og Jóhanni og byrjaði sem ráðherra að tala mjög illa um sína gömlu vini, kommúnistana. Her- mann undi illa sínum hlut. Deildi hann fast á Mbl.- menn og á þá félaga sína sem komnir voru í flatsæng með íhaldi. Að sjálfsögðu hélt hann enn í hönd með kommúnistum. Sat H. J. hjá þegar samþykkt var þátt- taka í Atlantshafsbandalaginu og hafði með fylgi sínu í Þjóðvörn deyfandi áhrif á Eystein að því leyti sem hann dróst til játunar við vestrænt samstarf. Eftir kosn- ingar 1949 gafst Hermann upp á vinstri stjórnarlín- unni. Hafði hann þá beðið átta ár á eyðimörk valda- streitunnar. Kastaði hann nú frá sér öllum vopnum og féll í faðm Ólafs Thors, upp á þær spítur, að mega heita ráðherra. Hann gleymdi öllum áfellisdómum um sviksemi hans, eiðrof og öllum hinum endurteknu mann- skemmdum um Ólaf. Hermann gaf með sér allan eignaaukaskattinn, sem Eysteinn hafði lagt svo mikla áherzlu á að koma inn í lögbókina. Eftir átta ára vill- ur stóð Hermann nú þar sem ég reyndi að fjötra hann niður vorið 1942 til að afstýra dýrtíð, skaðlegri stjórnlagabreytingu og hruni. Hermann og Eysteinn eiga þyngsta sök á baki um ófarnað undangenginna átta ára. Hver myndaði stjórn Steingríms Steinþórssonar, eftir missirislangar hörmungar Alþingis? Forsetinn á Bessa- stöðum bað Vilhjálm Þór að mynda stjórn. Hann virð- ist hafa náð í skipshöfn á stuttum tíma. Meðan k þessu stóð, biðu Ólafur og Hermann í því ástandi sem Laxness kallar ,,ofvæni“, vonandi, að engill frá himn- um kæmi þeim til bjargar. Ólafur reyndist meiri hetja. og sendi traustan sveitaþingmann til að vita hvort afl- raunakappi Framsóknar væri viðmælandi um ráðherra- stöðu. Hermann tók sendimanni með sviplíku brosi eins og kona, sem sér biðil sinn nálgast eftir manns- aldurs umþenkingar. Ólafur gerir nú tvennt í senn:

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.