Ófeigur - 15.12.1950, Page 11

Ófeigur - 15.12.1950, Page 11
ÖFEIGUR 11 á ræktun ferskvatnsfiska. Leit út fyrir að þessi „vís- indi“ mundu halda áfram eins og tilraunastarfsemi Löves, ef hin æðri máttarvöld hefðu ekki tekið í taum- ana og reynt að bæta úr yfirsjónum búnaðarforkólfanna. # Þór Guðjónsson hafði, á vegum svefnsækinnar rík- isstjórnar horft á svil og seiði ferskvatnsfiska í skrif- stofu sinni í nokkur missiri, þegar honum tæmdist miljónaarfur í Danmörku. Var nú úr vöndu að ráða. Eysteinn Jónsson og ýmsir samstarfsmenn hans hafa gert skattalögin svo úr garði, að fjármagn er útlægt úr eigu einstaklinga á íslandi, nema í höndum snjallra sjónhverfingamanna. Varð hinum unga laxafræðingi strax fullljóst, að ef hann flytti fjármagn sitt heim til ættjarðarinnar, hyrfi það undir eins í gapandi gjá ríkLsjóðs.Sá hann þann kost vænstan, að hætta „vís- inda“starfsemi sinni hér á landi, en hverfa til Dan- merkur og gæta þar milljónaarfsins. Bjarna Ásgeirs- syni þóttu þetta ógeðfelld tíðindi, að missa með þess- um hætti starfsmann, sem var honum mjög að skapi. Varð það nú að samkomulagi milli Bjarna sem æðsta manns búnaðarmála hér á landi, og Þórs Guðjóns- sonar, að hann skyldi koma í sumarleyfi sínu frá arf- gæzlu í Danmörku og halda áfram „vísindalegri“ klak- stjórn fyrir Islendinga. Kom Þór hingað til lands í sumarleyfinu og gat notað kaup sitt hér sem erlend- ur ferðamaður. Ekki gerði hann ferskvatnsfiskunum gagn eða mein með heimsókn sinni. Þótti Hermanni Ijúft að feta í þessu máli, eins og í mörgu öðru, í spor hins skörulega fyrirrennara. Ólafi á Hellulandi þótti nú vera ástæða til að spyrja þing og stjórn hvort ekki væri tiltækilegt, að hann starfaði, þar til nýr lærdómsmaður kæmi, við að halda áfram fyrra verki sínu, bæði við ræktun ferskvatns- fiska og æðarfugla. Taldi hann sig geta sinnt báðum þessum málum fyrir lítið brot af þeim tilkostnaði, sem ríkið hafði haft af hinum auðuga erfingja. Ekki þótti þinginu í vetur, eða Hermanni, þetta tiltækilegt. Létu leiknautar aflraunakappans svo um mælt, að Ólafur hefði aldrei viljað leggja gott orð til bolsivika, meðan sú ferskvatnsfiskaræktun var stunduð, og skyldi hann gjalda þeirrar þverúðar. Liggur öll umhyggja fyrir

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.