Ófeigur - 15.12.1950, Side 13

Ófeigur - 15.12.1950, Side 13
ÓFEIGUR 13 hefur hann glatt mörg hjörtu með snjöllum kveðling- um og gert uppeldismálunum gagn með því að búa til orðið „héraðsskóli“. Eitt sinn fyrir kosningar kom E. E. gegnum þingið tveimur allfrægum pappírslög- um. Skyldi reisa bændaskóla í Skálholti og leggja veg fyrir 25 milljónir gegnum Þrengslin á Hellisheiði. Fyr- ir skömmu fékk Eiríkur ellefu þingmenn með sér til að flytja tllögu um lántöku í veginn. En þrátt fyrir þennan mannafla komst málið ekki gegnum nefnd, hvað þá meira. Þó að tillagan hefði verið samþykkt, mundi ekki hafa verið unnt að fá nokkurt lán til verks- ins. Var hér um tiltölulega saklausar kjósendaveið- ar að ræða. Með Skálholt gekk öllu betur. Eftir miki- ar hörmungar hafði stjórnin látið gera teikningu af stórhýsi í Skálholti, sem kosta mundi um fimm milljón- ir kr. En með rafleiðslum og löngum leiðslum fyrir heitt vatn og kalt, með sterkum dæluútbúnaði til að lyfta vatninu í háar hæðir, með nægilegri ræktun, kenn- arabústöðum, útihúsum og bústofni hefði skólinn upp- kominn varla getað kostað minna en tólf milljónir króna. Þegar þessi löggjöf var sett, var aðsókn ekki meiri að gömlu bændaskólunum en svo, að þar voru að jafnaði allmörg sæti auð. Enginn áhugi var í héraði fyrir þessari framkvæmd og enn minni á Alþingi. Hins- vegar var stjórnarfarinu þann veg háttað, að vel þótti viðunandi að samþykkja bæði veginn og skólann fyrir mann ,sem var bæði persónulego vinsæll og eitt hið bezta gamanvísnaskáld í landinu. * Eiríkur vildi láta hendur standa fram úr ermum og knúði fast á stjórnarvöldin um teikningar og fé til framkvæmda. Var eitt sinn sett milljón króna á fjár- lög í þessu skyni. En mjög hefur lítið komið fyrir framlögin í Skálholt. Skólastaður var ákveðinn á kletta- hæð suður og vestur í bithaganum, 2—3 km. frá hin- um fornfræga stað. Þangað hefur verið lögð álma af Skálholtsvegi, breiður og dýr vegur, sem er þó ekki fullgerður nema að nokkru leyti. Lítið eitt var ræst fram með skurðgröfu heim undir túni. Hús Jörundar Brynjólfssonar voru keypt, eftir mati á hússkrokkum í Reykjavík, fyrir meir en 200 þús. kr. Loks var keypt- ur bústofn og hafinn ríkisbúskapur í Skálholti. Skóla- stjóri var settur til að hafa yfirumsjón með öllum

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.