Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 14

Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 14
14 ÓFEIGUR framkvæmdum við skólabyggingu. Mun hann hafa ver- ið á hálfum launum um mörg undanfarin ár. Túnið var í góðri rækt og hirðingu, þegar ríkið tók við jörð- inni, en í ríkisbúskapnum gekk flest ver en vera skyldi og mátti segja að Bjarni Ásgeirsson hafði á öllum vígvöllmn litla sæmd og ánægju af sínum Kaldaðar- nesframkvæmdum. Að lokum var sýnilegt, að mik- ið vatn mundi renna í Hvítá fram hjá Vörðufelli, áð- ur en skólinn yrði byggður. Var þá tekið til bragðs að leigja xmgum bónda jörðina með þeim bústofni, sem eftir lifði. Mun kominn röskur bóndi, sem leiguliði, þar sem Jörundur hætti. En staðurinn er enn sem fyrr í fullkominni niðurlægingu, svo að raun er þangað að koma. Hefði mátt endurskapa staðinn, svo að hann hefði verið sýnandi innlendum og útlendum gestum fyrir það mikla fjármagn, sem hefur verið eytt til verra en einkis í því fávíslega og vanhugsaða brölti, sem nú hefur verið frá sagt. * Síðasta fjárveiting, sem ég stóð að á Alþingi, voru 15 þús. kr. til að reisa á aftökustað Jóns Arasonar og sona hans minnismerki Einars Jónssanar um þessa þjóðhetju. Slíkt verk verður ekki steypt úr eir hér á landi, en hingað til hefur fé verið ófáanlegt til því- líkra útláta erlendis. Ríkisstjórnin mun hafa afhent biskupi fé þetta til geymslu þar til unnt er að reisa minnismerkið. Gert var ráð fyrir, að hér væri um að ræða fyrri hluta fjárveitingar. Væri ánægjulegt, ef þetta ágæta listaverk gæti á sínum tíma orðið til fegr- unar í Skálholti, þegar byrjað er að reisa þann stað úr rústum. Þjóðin hefur búið sæmilega að þrem sögu- stöðum: Þingvöllum, Hólum og Reykholti. Byrjað er með nokkrum stórhug á Staðarfelli og Reykhólum. Víða þarf við að koma. Enn er lítt sinnt Helgafelli, Borg á Mýrum, Geysi og Odda á Rangárvöllum. Skal hér vik- ið að Odda. Þar eru margar glæsilegar minningar og mikil náttúrufegurð. Rís hár og fagurgerður hvoll yfir sléttuna og er Gammabrekka efsti staður á hvolnum. Þaðan hefur Snorri Sturluson oft horft yfir Suðurland,. meðan hann var ungmenni, en Matthías á efri árum. Hvammur mikill er austan í hvolnum, gegnt Eyjaf jalla- jökli, og er þar bærinn og kirkjan. Ekki er sýnilegt, að um geti verið að ræða nokkra almannastofnun í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.