Ófeigur - 15.12.1950, Page 16

Ófeigur - 15.12.1950, Page 16
16 ÖFEIGUR sem Landsbankastjóra. Það mun jafnan verða óumdeilt að þetta hafi verið viturleg ráðstöfun fyrir bankan og þjóðina. Þetta er þó ekki viðurkennt í forystuliði Al- þýðuflokksins. Þar var Jónas Guðmundsson sóttur til sektar fyrir tiltækið og tilkynnt að hann hefði með þessari ráðstöfun brotið af sér trúnað samherjanna. Jónasi Guðmundssyni mun hafa verið ljóst að hann misti trúnaðarstarf sitt í bankanum fyrir að gera það sem hann og allir aðrir dómbærir menn vissu að var rétt. En hann lét það ekki á sig fá og tók rólegur af- leiðingunum. Alþýðuflokkurinn hefir um mjög langa stund haft fábreytta dagskrá. Þar hafa aðallega verið tvö áhugamál: Almenn kauphækkun og „kjarabætur“ allra, sem taka laun hjá öðrum og sérstaklega að gera alla flokksskörunga sína að sérstökum kjarabótamönn- um. Flokkurinn hefir náð báðum þessum takmörkum betur heldur en títt er um mannlegar eftirlanganir yfir- ieitt. Kaup og kjarabætur eru hér á landi í svo full- komnu ástandi að ekki verður lengra komist. Kaup- gjaldið hefir fyrir löngu sligað aðal framleiðslugreinar þjóðarinnar og komið atvinnurekendum á landið, sparisjóðsbækurnar og síðan á hinn frjálsa vestræna heim. Forstjórabaráttan hefir tekist vel að sama skapi svo að þess munu ekki dæmi utan Rússlands að nokkur flokkur jafn fámennur eins og sveit Stefáns Jóhanns hafi jafn marga höfðingja í baráttuliði sínu. Lang fremstur um sigurvinninga, í þeirri sveit er Barði Guð- mundsson því að hann er tvöfaldur í roðinu. Stýrir hvort þeirra hjóna miklum mannfélagsdeildum auk margra vellaunaðra aukastarfa. Munu þessi kratahjón með sínum fáheyrða dugnaði geta framfleytt á launum sínum 10 heimilum eins og þau gerast á öreigasviðinu. Eftir að Alþýðuflokkurinn komst á forstjórastigið gleymdi hann að mestu sinni fyrri sögu. Þegar Hafn- firðingar börðust drengilegri viðreisnarbaráttu undir forystu fjögra vaskra og samstæðra manna við erfitt árferði og skuldir höfðu Jón Ámason og Magnús Sig- urðsson vakað hálfa nótt við að finna bjargráð fyrir atvinnuvegi þessa kaupstaðar. En þetta var nú gleymt. . Hinsvegar höfðu kaupkröfumenn flokksins þær .sakir á Jón Árnason, að hann hefði eitt sinn greitt atkvæði í stjórn Eimskipaféiagsins móti einhverri af hinum mörgu kjarabótakröfum kjarabótaflokksins. Af þessum.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.