Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 19

Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 19
ÖFEIGUR 19 um. Þegar Eysteinn varð var við þessa málaleitun stallbróður síns lét hann þar við sitja um Sigurð og Vilhjálm. Taldi auk þess nokkra hættu fyrir sig að hefja á þessu stigi málsins opinbera styrjöld við for- mann og forstjóra Sambandsins. En um Jón Árnason þótti honum bezt að fylgja gömlu heilræði um annan Skagfirðing og láta öxi og jörð geyma bankastjórann á flokkslegum vettvangi. Féll Jón Árnason frá áhrifum í Framsóknarflokknum sökum undirróðurs frá hálfu Eysteins. Fór Eysteinn þá hinu sama fram gegn Jóni Árnasyni, sem stjórnmálamanni eins og hann hefur áður tamið sér í Sambandinu þar sem hann hefir sótt að hreinsa þaðan burtu sér til metorða Jón ívarsson, Vil- lijálm Þór, Jakob Frímannsson og Sigurð Kristinsson. Þessi hreinsun Eysteins Jónssonar var því eftirminni- legri sökum þess, að í stað Jóns kom inn í miðstjórnina og með lang hæstum atkvæðafjölda, unglingspiltur af skrifstofu í Reykjavík. Var öll þessi kosning táknræn um andlegt ástand Framsóknarflokksins þar sem hinir andlegu öreigar stóðu fyrir öfugu úrvali allstaðar þar sem því má við koma. Geta Framsóknarmenn, sem gold- ið hafa jáyrði niðurlægingu flokksins, séð ávöxt verka sinna í sparisjóðsbókum sínum og kaupfélagsreikning- um þar sem aðstaða krónunnar til punds og dollara koma beint inn á heimilin til að sanna fólkinu hvaða af- leiðingar fylgja glæpsku eins og þeirri að setja fá- kunnandi pilt til úrræða í staðinn fyrir einhvern snjall- asta framkvæmdamann aldarinnar. * - Fjárskiftin í Mýrarsýslu eru orðin að hættulegu af- glapamáli. Sverrir í Hvammi hefir haft forystu um skiftamálin í héraðinu og mist allt úr böndunum. Hann lét sækja líflömb í flugvélum austur í Öræfi og var það dýr útgerð fyrir ríkissjóð. Eftir að nýtt fé var komið í héraðið urðu menn varir við að kindur streymdu úr afréttinni í flestum eða öllum hreppum sýslunnar. Blandaðist þetta fé saman við heilbrigðar, aðkomnar kindur. Var gerð hver leit af annari eftir heimafé, og fundust í einni sveit nokkrar kindur í f jórðu leit. Bar einna fyrst á samruna þessa fjár í Hvammi. Var hald- in réttarrannsókn í málinu og sannaðist að heimafé og aðkomukindur höfðu verið saman bæði í Hvammi og á fleiri bæjum. Einn bóndi, Kjartan í Einholti, sem átti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.