Ófeigur - 15.12.1950, Síða 22

Ófeigur - 15.12.1950, Síða 22
22 ÖFEIGUR stórmannlega. En um þetta leyti þóttist Löve hafa fengið sambönd í Winnipeg og vera fastráðinn þar til ,,vísindastarfsemi“ við háskólann. Sagði hann nú upp embætti sínu við íslenzka „vísindastarfsemi" og bjóst til að hrista af fótum sér ryk 'íslenzkrar sannleiksleit- ar. En þegar til kom, varð ekkert hjónaband úr þess- ari skynditrúlofun við amerísk náttúruvísindi. Háskól- inn í Winnipeg hefur að líkindum látið sér hægt, en hitt var þó enn verra, að þegar kom að vegabréfinu, báru öll vitni, að Löve væri rammur kommúnisti. Að vísu hafði hann gengið í Framsóknarflokkinn meðan Eysteinn stýrði menntamálunum, en gekk strax af þeirri trú um leið og annar ráðherra tók við. Hefur kommúnisminn í þetta sinn orðið sanntrúaðri sál f jöt- ur um fót. Veit Löve nú tæplega hvar hann á að slá sínum „vísindalegu“ landtjöldum. Hann ætti að heim- sækja vini sína austan við járntjaldið og vera þar alla sína daga. * Enginn íslendingur hefur fengið jafnvirðulega útför eins og Jón Arason. Fjölmenn fylking Skagfirðinga fór suður að Skálholti á erfiðum árstíma, gróf upp lík- ami biskups og sona hans, ók þeim lítt til höfðum úr höndum böðuls og moldar að Laugarvatni, lauguðu þar hinar jarðnnesku leifar þjóðhetjanna, og héldu svo á- fram yfir hálft iandið undir hátíðlegum hringingum allra kirkjuklukkna, unz komið var norður í sjálfan Skagaf jörð. Þá hringdi hin volduga höfuðklukka á Hól- um svo ákaflega, að hún sprakk. Þjóðin sýndi í þess- um aðförum öllum, hve mjög hún virti og mat hetju- skap þeirra feðga og harmaði örlög þeirra. Síðan voru þeir frændur jarðsettir heima á Hólum við dómkirkj- una. Varð sókn jarðneskra leifa þeirra feðga og út- för þeirra gerð með meiri stórhug en tíðkazt hefur við nokkra aðra jarðarför hér á landi. Vandamenn og vinir þeirra feðga sýndu í verki svo að ekki verður um villzt, að Hólar í Hjaltadal voru sá staður þar sem bein þjóðhetjanna áttu að hvíla í mold þess dals, sem var svo nátengdur frægð þeirra og fórnardauða. Nú liðu nokkrar aldir svo, að engum manni kom til hugar að raska grafarró Hólafeðga. Fyrir hér um bil 30 árum tók maður að nafni Guð-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.