Ófeigur - 15.12.1950, Side 24

Ófeigur - 15.12.1950, Side 24
24 ÓFEIGUR dómi og þjóðrækni hinna fornu Skagfirðinga og þeirra dæmalausu léttúðar og andlega umkomuleysis, sem kom fram í tiltektum nútímavaldhafa gagnvart hinum sögulegu minningum frægustu píslarvætta þjóðarinn- ar. Sneri biskup sér bréflega til þess manns, sem þá var kirkjumálaráðherra og bað að jarðneskum leyfum þeirra feðga væri þegar í stað skilað heim í Hóla- kirkjugarð. En í stjórnarráðinu var steinhljóð bæði ^ þá og síðar. Biskup leitaði eftir aðstoð við að bjarga sæmd landsins í þessu máli við hvern einasta kirkju- málaráðherra sem kom til valda í hinn síbreytilegu landstjórn Islands, en engum þeirra „fannst hann finna til“. # Þegar málið hafði verið rekið af biskupi samkvæmt réttum stjórnarráðsleiðum um allmörg ár, þótti mér tími til kominn, að gera þessar tiltektir heyrinkunnar. Bar ég þá fram tillögu á alþingi þar sem lagt var fyrir ríkisstjórnina að skila helgum dómum þeirra feðga. En blóðið rann í æðum þjóðfulltrúanna með svipuðum hraða eins og fljótið á sléttunni sem Stefán G. lýsir að það vagar með fangið sitt fullt af flatlendis svart- asta leir. Alþingi fékkst alls ekki til að sinna málinu, og blöð allra flokka, jafnt borgara sem bolsivika, gerð- ust samsek um að hilma yfir hinar ósvífnu tiltekth’ Guðbrandar Jónssonar. Öðru máli var að gegna um marga menn í félagi Skagfirðinga í Íteykjavík. Þeir fundu til eins og sannir íslendingar og höfðu réttmæt- an áhuga fyrir að feta um skörungsskap í þessu efni í spor feðra sinna. En viðleitni þeirra bar engan árang- ur. Höfðingjar Skagfirðinga, sýslumaður, þingmenn, stórbændur og prestar, komu sér saman um að sæmd Jóns Arasonar kæmi þeim ekki við. Þeir stóðu í þeirri meiningu, að ekki væri samhengi í sögu þjóðarinnar og að nútímamenn gætu látið sér nægja kjarabóta- ^ baráttu líðandi stunda á hverjum tíma. Liðu svo nokk- ur ár, að Hólafeðgar voru yfirgefnir með öllu af hinu íslenzka mannfélagi, nema þegar biskupinn reyndi að vekja hverja nýja landstjórn með viðeigandi bréfa- gerðum. # Nú leið að fjögra alda aftöku-afmæli þeirra feðga í Skálholti. Þá kemur skagfirzkur bóndi, sem lítt er

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.