Ófeigur - 15.12.1950, Síða 25

Ófeigur - 15.12.1950, Síða 25
ÖFEIGUR 25 kunnur utan héraðs síns; fram með þá tillögu að reisa Jóni biskupi Arasjmi véglegt minnismerki á Hólum á dánarafmælinu. Var þessu vel tekið. Annar bóndi í Skagafirði, Ólafur Sigurðsson á Hellulandi, fann ráð til að leysa framkvæmdarvandann með því að selja merki með mynd af Hólakirkju, allstaðar þar sem kaup- endur fundust. Sigurður Guðmundsson húsameistari lagði til að reistur væri við Hólakirkju minningarturn til heiðurs biskupi og sonum hans. Er slík turnagerð allalgeng í Suðurlöndum. Margskonar erfiðleikar voru við framkvæmd verksins. Peningar voru að vísu nægir vegna merkjasölunnar, en þá skorti leyfi fyrir bygg- mgarefni. Auk þess risu menn í Hólasókn upp og mót- mæltu því, að turninn mætti vera þar sem hann fór bezt við kirkjuna, af því að í þeim bletti mundu vera gamlar kistur vandamanna, sem ekki mætti færa til. Kom málið fyrir Eystein, sem þá var kirkjumálaráð- herra, og skyldi hann úrskurða um tumstæðið. Hann lét rannsaka kjósendahlið málsins og fékk þau svör, að þrjár persónur, sem að jafnaði fylgdu valdastreitu þessa ráðherra við þingkosningar, kynnu að flytjast yfir til Öalfs Thors, ef tekið væri tillit til sæmdar þjóðarinn- ar og viðunandi listaþroska. Varð húsameistarinn að hrekjast með turninn í svo mikla fjarlægð frá kirkj- unni, að ekki eru fordæmi til um jafn ömurlega tilhög- un. Hinsvegar er talið, að turninn sjálfur sé til prýði á staðnum, nema að því er snertir staðsetninguna. * Þegar Sigurgeir Sigurðsson biskup sá, að ekki var til neins að ákalla landstjórnina til verndar heigum sögu- legum minningum, sneri hann sér til kaþólska bisk- upsins í Landakoti, Jóhannesar Gunnarssonar. Komst herra Sigurgeir þá að þeirri niðurstöðu, að Jóhannes Hólabiskup virtist ekki líta svo á, að hann eða kirkja hans hefði nokkurn eignarrétt á feng Guðbrandar Jóns- sonar, og að hann mundi líklegur til að afhenda bein þeiyra feðga, ef þess væri óskað af Skagfirðingum eða. íslenzku kirkjunni. Engu að síður vildi Sigurgeir bisk- up enn sem fyrr láta valdsmenn ríkisins bæta úr sjálf- tekt hins furðulega bráðabirgðahandhafa hinna helgu dóma, og sneri sér enn til ríkisstjórnarinnar. Var Her- mann Jónasson fyrir svörum og veitti fyrir sitt leyti seint í vor leyfi til að beinunum yrð skilað að Hólum

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.