Ófeigur - 15.12.1950, Síða 26

Ófeigur - 15.12.1950, Síða 26
26 ÖFEIGUR áður en turn Jóns Arasonar yrði vígður nú í sumar. Að líkindum hefur Hermann ekki viljað að hátt yrði haft um þetta mál, því að milli hans og Guðbrandar hefur lengi verið nákominn andlegur félagsskapur. Þótti þeim báðum mikið koma til Hitlers og stjórnarstefnu hans og spáðu hersveitum nazista sigurs, meðan nokk- urar vonir stóðu til. Hermann hafði ennfremur feng- ið Guðbrand til að rita á kostnað ríkisins bók um lög- regluna í Reykjavík með fjölmörgum myndum af mestu mönnum í þeirri sveit. En ekki tókst betur til en svo, að Guðbrandur gleymdi með öllu þeirri þýðingarmiklu löggjöf, sem breytti varðliði Reykjavíkur úr niður- bældu flóttaliði í aumu hreysi í þá virðulegu sveit, sem nú er bænum til gagns og sæmdar. Hefur þessi sagna- ritun þann ókost, að tilkoma Hermanns í lögregluna verður með þessu móti næstum yfirnáttúrleg, því að hann svífur þar í lausu lofti í fullkominni mótsögn við kunn lögmál náttúrunnar, og skilur enginn af bók Guðbrandar, með hvaða hætti aflraunakappinn er kom- inn inn í hið virðulega mannfélag. Aðstaða Sigurgeirs biskups var nú hin erfiðasta. Hann átti að vígja minnismerki Jóns Arasonar á Hól- um í augsýn alþjóðar. Jafnframt virtist hann fá tæki- færi til að bæta um leið úr þeirri þjóðarforsmán, sem leiddi af hinum leynilegu helgispjöllum í Hólakrkju- garði, — þar sem Guðbrandur hafði leikið list sína án nokkurrar siðlegrar heimildar frá þjóðfélaginu. Eftir eðli málsins mátti telja sjálfsagt, að flytja jarðnesk- ar leifar píslarvotta íslenzks sjálfstæðis í hinn virðu- lega turn, sem reistur var þeim til heiðurs af allri þjóðinni. Þá mátti segja, að turninn hefði óumdeild- an tilgang. En svo var ekki; biskup lét senda jarð- neskar leifar þeirra feðga norður að Hólum í vönd- uðum kistum, undir eftirliti fulltrúa fornmenjavarðar og öruggs gæzlumanns. Síðan fól hann prófasti Skag- firðinga að grafa kisturnar í Hólakirkjugarði, á þeim stað þar sem Guðbrandur hafði rasl^að grafarrónni. » # Biskup var eini fasti starfsmaður þjóðarinnar, sem hafði frá upphafi biskupstignar sinnar gert allt, sem í hans valdi stóð til að bæta fyrir það óvirðulega brot á mannfélagstrúnaði, sem Guðbrandur hafði framið.

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.