Ófeigur - 15.12.1950, Side 28

Ófeigur - 15.12.1950, Side 28
28 ÓFEIGUR menn hins íslenzka þjóðfélags, að bera saman þann þrótt og manndóm, sem kom fram í suðurgöngu Skagfirð- inga fyrir fjórum öldum og aðfarir þeirra manna, sem nú höfðu mannaforráð hér á landi, án þess að hafa til að bera þá eiginleika, sem gerir liðsoddum í félags- málum fært að leysa á virðulegan hátt úr hverju vanda- máli, sem að höndum ber. Hinn furðulegi sljóleiki og óafsakanlega kæruleysi, sem sýnt hefur verið í þessu máli er að líkindum lykill til skýringar því, hversvegna forsvarsmenn Islendinga sætta sig nú við að leggja sér daglega til munns mola, sem falla af ríkulegum borð- um annarra. Sá var ekki háttur Jóns Arasonar. Var- anleg frægð þjóðhetjunnar er byggð á endurminnning- imni um eiginleika, sem hituðu samtíðarmönnum hans um hjartarætur svo eftirminnilega, að sá hiti er ekki með öllu kulnaður út í sögu landsins. Þegar ný þjóðar- endurreisn byrjar, mun ævintýrið um Guðbrand óg liðsodda fslendinga 1950, þykja eftirminnilegir viðburð- ir og mjög til viðvörunar. Landhelgisgæzla og strandferöir. Eg hef nýlega gefið út rithng um sögu og þróun strandferða og landhelgisgæzlu hér á landi, undangeng- in 30 ár. Hefur mikið áunnizt í þessum efnum. Þegar samið var við Dani 1918, átti landið eitt gamalt og fremur óhentugt strandferðaskip og ekki svo mikið sem bát til landhelgisvarna. Hefur orðið mikil breyt- ing í þessu efni til bóta fyrir íslendinga. Hér um bil þriðjungur þessarar ritgerðar birtist í þessu hefti Ófeigs, sem sýnishom og til fróðleiks um þetta mikil- væga þjóðmál. En bæklingurinn allur verður til sölu hjá ísafold í Reykjavík og í bókabúðum annarsstað- ar á landinu. Til hægðarauka fyrir þá, sem vilja mynda sér yfirsýn um málið, em hér tilgreindir kaflar þeir, sem ekki eru prentaðir í Ófeigi: V. Forysta Vestmannaeyinga í björgunarmálum. VIII. Skipherra og björgunarmaður. IX. Ríkisskip und- ir forystu Pálma Loftssonar. X. Vetrarsiglingar með Framhald á bls. 60.

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.