Ófeigur - 15.12.1950, Page 29

Ófeigur - 15.12.1950, Page 29
ÓFEIGTJR 29 Kaflar úr ritgerö um landhelgisgœzlu og strandferðir. i. Þingmenn og ráðherrar misskilja hina merkilegu þróim siglingamálanna. Á árabilinu 1944—48 fluttu nokkrir ungir þingmenn úr sjávarkjördæmum þingsályktanir, sem miðuðu að því að gerbreyta skipulagi og framkvæmd landhelgis- gæzlunnar. Þeir, sem stóðu fyrir þessu verki, voru Sig- urður Bjarnason, þingmaður Norður-ísfirðinga, Gunn- ar Thoroddsen, þingmaður Snæfellinga, og Jóhann Haf- steni, þingmaður Reykvíkinga. f fyrsta sinn síðan 1930 var í þessum tillögum lögð megináherzla á, að aðskilja yfirstjóm landhelgisgæzlu og strandsiglinga og jafn- framt að flytja daglega og tæknilega framkvæmd land- helgisgæzlunnar í dómsmálaráðuneytið. Með því að ég taldi þessar tillögur hrein og bein skemmdarverk og mjög gæta ókunnugleika hjá flutningsmönnum á þessu máli öllu, beitti ég mér jafnan á þingi gegn hreytingum þeim, sem hér voru ráðgerðar. Voru marg- ir þingmenn mér samdóma um þetta efni, svo að sókn þremenninganna hefur ekki enn borið sýnilegan árang- ur. Ekki þurfti að fara í grafgötur um, að flutnings- menn báru kala til Pálma Loftssonar, framkvæmdar- stjóra landhelgisgæzlunnar og strandsiglinganna. Kom þetta greinilega í ljós 1950 í sambandi við myndun stjórnar Framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Jósefsson lét það verða sitt síðasta verk sem ráðherra útvegsmála, að skipa rannsóknarnefnd til að endurmeta forystu Pálma Loftssonar í strandferða- málum. Þegar Hermann Jónasson tók við forystu strand- ferðanna, taldi hann ekki ástæðu til að halda áfram þessari rannsóknarstarfsemi og lagði fyrir endurskoð- enduma að hætta sinni iðju. Fáeinum dögum síðar tók Bjarni Benediktsson málið upp fyrir sitt leyti og lagði fyrir þá menn sem Jóhann Jósefsson hafði sett til að enduskoða framkvæmd strandferðana, að hefja sams

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.