Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 32

Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 32
32 ÖFEIGUR farþegum fulla kurteisi og greiðasemi í allri viðbúð. Eftir fjögur ár strandaði „Sterling“ í þoku við Aust- firði 1921. Klemenz Jónsson varð þá samgöngumála- ráðherra og naut stuðnings Framsóknarflokksins. Ég beitti mér þá af alefli fyrir því, að byggt yrði í stað- inn fyrir Sterling hentugt mannflutningaskip til strand- ferðanna, en á móti voru margir íhaldsmenn undir for- ystu Jóns Þorlákssonar. Vildi hann, að á skipinu væri lítið en gott farrými fyrir heldra fólk, en stór lest vegna flutnings á vörum og efnaminna fólki. Lagði Jón Þorláksson til, að hið nýja skip yrði látið flytja saltfisk til Suðurlanda á vetrum, en á sumrin mætti koma ferðamönnum fyrir á sama hátt og ég hafði kynnzt á ,,Hólum“ um aldamótin. Birti Jón Þorláks- son og nokkrir samherjar hans deilugreinar sínar í Morgunblaðinu, en ég ritaði í Tímann. Ég naut stuðn- ings allra leiðandi manna í Framsóknarflokknum í þessu máli. Tók Klemenz Jónsson tillögu okkar fylli- lega til greina og bað í samráði við mig Emil Niel- sen, framkvæmdastjóra Eimskipafélagsins, að hafa eftirlit með skipsbyggingunnL Var samfellt farþega- rúm eftir skipinu endilöngu undri þiljum, en lestarrúm tiltölulega lítið. Var „Esja“, því að svo nefndist skip- ið, algerlega óhæf til saltfisksflutninga suður í lönd. Um ejtt atriði bar okkur Nielsen ekki saman. Ég vildi hafa tvö farrými, en hann þrjú. Taldi hann nauðsyn- legt, að sjómenn hefðu þriðja farrými, þar sem þeir gætu lagt sér til sængurföt og notað þau í ferðum milli hafna. Ég beygði mig um þetta atriði fyrir reynslu hins ágæta skipstjórnarmanns. Varð þriðja farrými fyrir það nokkru fátæklegra en ég hefði kosið. Ég undi vel við þennan fyrsta sigur í strandferðamálum. „Esja“ gerbreytti öllu ferðalagi hinna efnaminni manna í land- inu, er þeir þurftu að leggja á sjóleiðina með strönd- um fram. Lestarflutningur á fólki var afnuminn með þessu skipi, en hélt áfram enn um stund á ýmsum öðrum skipum. Fáum mánuðum eftir að Esja var full- smíðuð og tekin að annast strandflutninga, varð Jón Þorláksson ráðherra í ráðuneyti Jóns Magnússonar. Hélt sú stjórn við hinu gamla fyrirkomulagi frá tím- um „Sterlings“ferðanna, að láta strandferðir falla nið- ur um vetrarmánuðina. Forráðamenn þjóðarinnar töldu, að þá ætti fólk á landsbyggðinni að búa að sínu heima
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.